Tónleikar á heims­mæli­kvarða

an aerial view of a large auditorium filled with people watching a concert .

Í Hörpu er úrvals aðstaða fyrir tónlistarflutning og þar eiga allar tónlistarstefnur sér heimili og athvarf.

Harpa er tónlistarhús allra landsmanna. Áhersla er lögð á faglegan metnað og fjölbreytni þannig að tónlistin í húsinu sé lifandi þverskurður af íslensku tónlistarlífi. Húsið er jafnframt vettvangur íslensks tónlistarfólks og tónsköpunar þeirra, auk framúrskarandi erlends tónlistarfólks og hljómsveita. Í húsinu er hágæða hljómburður sem hentar vel fyrir alla tónlist.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu og sérhannaður til tónleikahalds. Fyrsta flokks hljóðkerfi, mynd- og ljósakerfi er í Eldborg. Salurinn er á fjórum hæðum og getur tekið allt að 1700 manns í sæti.

Eldborg er stærsti salur Hörpu og sérhannaður fyrir tónleikahald.

Norð­ur­ljós

Norðurljós á annarri hæð Hörpu er tilvalinn til tónlistarflutnings, rafmagnaðs sem órafmagnaðs. Salurinn er útbúinn sérhönnuðum ljósabúnaði til að búa til þá stemningu sem óskað er eftir.

a man is standing in front of a group of people on a stage .

Kaldalón

Kaldalón hentar sérstaklega vel fyrir minni tónleika. Salurinn er með hallandi sætum og hægt er að sýna myndbönd á stóru sýningartjaldi. Færanlegt svið.

an empty auditorium with rows of seats and a stage with a band on it .

Hörpu­horn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

a group of men are playing instruments in front of a large window .

Fyrir­spurnir og bókanir tónlist­ar­deild

Tónlistardeild headshot

Tónlistardeild

tonleikar@harpa.is

Eiður Arnarsson headshot

Eiður Arnarsson

Viðskiptastjóri tónlistardeild

Viðskipta- og markaðssvið

eidur@harpa.is

696-7450

Ása Briem headshot

Ása Briem

Viðskiptastjóri tónlistardeild

Viðskipta- og markaðssvið

asa@harpa.is

848 3941