Tekjur af starfseminni hækka um 4,4% á milli ára og námu 1.663 milljónum króna samanborið við 1.593,5 milljónir króna árið 2022. Rekstrarframlög eigenda, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar lækkuðu á milli ára um 16,8% eða 127,6 milljónir króna. Sérstakur stuðningur vegna heimsfaraldursins féll niður og námu rekstrarframlög ársins 601 milljón króna. Rekstrartekjur með framlögum eigenda námu því samtals 2.293,7 milljónum króna og lækkuðu um 2,5%.
Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls 2.096,1 milljónum króna og um jukust um 5,5% frá árinu 2022.
Ársreikningar samstæðunnar