Bílakjallari Hörpu er opinn allan sólarhringinn. Alls eru 545 stæði á tveimur hæðum og af þeim eru stæði með 13 hleðslustöðvum.
Bílakjallarinn er vel lýstur, upphitaður og með aðgengi beint inn í Hörpu.
Green Parking sér um rekstur bílastæða í bílakjallara Hörpu fyrir hönd eigenda auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna.
Athugið að hægt er að keyra og ganga úr bílakjallara Hörpu yfir í bílahúsið undir Hafnartorgi og Edition hótelinu en athugið að það er annað gjaldsvæði.
Hagnýtar upplýsingar
Gjaldskylda | Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Athugið að metan- og rafbílar eru ekki undanþegnir gjaldskyldu. |
Gjaldskrá | Tímagjald 510 kr. |
Hvernig virkar þetta? | Myndavélar lesa bílnúmer við innkeyrslu í bílakjallara, greiða þarf áður en keyrt er út úr kjallaranum. |
Hvernig greiði ég fyrir bílastæði? | Hægt er að greiða i gjaldmælum með greiðslukorti eða bílastæðaappi Parka eða EasyPark. |
EasyPark | Skrá þarf bíl í stæði eða vera með sjálfvirka skráningu virkjaða í appinu. Sjá nánar á easypark.is. |
Parka | Skrá þarf bíl í stæði eða vera með sjálfvirka skráningu virkjaða í appinu. Sjá nánar á parka.is |
Hleðslustöðvar | 13 hleðslustöðvar frá ON eru á neðri hæð bílakjallara. |
Hæðartakmörk bifreiða | 2,2 metrar. |
Vangreiðslugjald | Er lagt á bifreið þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stæði eða greitt hefur verið of stuttan tíma. |
P-merktir bílar
Borga ég fyrir stæði á P-merktum bíl? | Aðgangur er gjaldfrjáls en senda þarf tölvupóst a.m.k. 3 klst. fyrir komu. |
Hvert sendi ég tölvupóst? | Á bilahus@greenparking.is fyrir fyrirhugaða heimsókn. |
Hvað þarf að koma fram í tölvupóstinum? | Nafn og kennitala handahafa P-merkis. Bílnúmer, tímasetningar og mynd af P-merki. |
Hvað gerist ef ég sendi ekki tölvupóst? | Þá gildir gjaldskrá bílakjallara. |
P-stæði | Eru 19 talsins og mælst er til að lagt sé í þau. Ef þau eru öll upptekin þarf að leggja í almennt stæði. Ekki er verið að taka frá stæði þó póstur sé sendur. |
Vangreiðslugjald | Er sent vegna ómerktra bíla samkvæmt gjaldskrá. |
Hvað má ég leggja bílnum lengi? | Óheimilt er að skilja P-merktan bíl eftir í stæði lengur en 10 klst. |
Hvað ef ég er lengur en 10 klst? | Þá tekur gjaldskrá bílakjallara við. |
Mikilvægt að vita
Fyrstu 15 mínúturnar | Eru fríar. Ef keyrt er inn og út úr bílakjallara innan 15 mínútna er ekkert gjald greitt. |
Hvar má ekki leggja? | Bannað er að leggja fyrir framan Hörpu (á Hörputorgi). Það er svokallað sleppistæði þar sem gestir fara í og úr bifreiðum. |
Stæði á austurhlið Hörpu | Eru einkastæði og því bannað að leggja þar. |
Mistur í bílakjallara | Verði gestir varir við mistur eða reyk í bílakjallara er ekki um mengun að ræða. Þá er verið að nota leikhúsreyk á sviði í Eldborg. Útsog úr Eldborg er notað til þess að hita upp bílakjallara sem gerir Hörpu umhverfisvænni. |
Vörumóttaka er staðsett á Norðausturhorni hússins. Þar er auðvelt að leggja og taka á móti flutningabílum, útsendingabílum sem og minni bílum sem koma með vörur eða varning. Vörumóttakan er opin alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 eða í samráði við vaktherbergi. Ekki er heimilt að afhenda eða afgreiða vörur um aðalinngang hússins.