Bíla­stæði

Bílastæðahús Hörpu

Bílakjallari Hörpu er opinn allan sólarhringinn. Alls eru 545 stæði á tveimur hæðum og af þeim eru stæði með 13 hleðslustöðvum.

Bílakjallarinn er vel lýstur, upphitaður og með aðgengi beint inn í Hörpu.
Green Parking sér um rekstur bílastæða í bílakjallara Hörpu fyrir hönd eigenda auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna.

Athugið að hægt er að keyra og ganga úr bílakjallara Hörpu yfir í bílahúsið undir Hafnartorgi og Edition hótelinu en athugið að það er annað gjaldsvæði.

Hagnýtar upplýsingar

GjaldskyldaGjaldskylda er allan sólarhringinn. Athugið að metan- og rafbílar eru ekki undanþegnir gjaldskyldu.
Gjaldskrá Tímagjald 510 kr.
Hvernig virkar þetta?Myndavélar lesa bílnúmer við innkeyrslu í bílakjallara, greiða þarf áður en keyrt er út úr kjallaranum.
Hvernig greiði ég fyrir bílastæði?Hægt er að greiða i gjaldmælum með greiðslukorti eða bílastæðaappi Parka eða EasyPark.
EasyPark Skrá þarf bíl í stæði eða vera með sjálfvirka skráningu virkjaða í appinu. Sjá nánar á easypark.is.
ParkaSkrá þarf bíl í stæði eða vera með sjálfvirka skráningu virkjaða í appinu. Sjá nánar á parka.is
Hleðslustöðvar 13 hleðslustöðvar frá ON eru á neðri hæð bílakjallara.
Hæðartakmörk bifreiða2,2 metrar.
VangreiðslugjaldEr lagt á bifreið þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stæði eða greitt hefur verið of stuttan tíma.

P-merktir bílar

Borga ég fyrir stæði á P-merktum bíl?Aðgangur er gjaldfrjáls en senda þarf tölvupóst a.m.k. 3 klst. fyrir komu.
Hvert sendi ég tölvupóst?Á bilahus@greenparking.is fyrir fyrirhugaða heimsókn.
Hvað þarf að koma fram í tölvupóstinum?Nafn og kennitala handahafa P-merkis. Bílnúmer, tímasetningar og mynd af P-merki.
Hvað gerist ef ég sendi ekki tölvupóst?Þá gildir gjaldskrá bílakjallara.
P-stæði Eru 19 talsins og mælst er til að lagt sé í þau. Ef þau eru öll upptekin þarf að leggja í almennt stæði. Ekki er verið að taka frá stæði þó póstur sé sendur.
VangreiðslugjaldEr sent vegna ómerktra bíla samkvæmt gjaldskrá.
Hvað má ég leggja bílnum lengi?Óheimilt er að skilja P-merktan bíl eftir í stæði lengur en 10 klst.
Hvað ef ég er lengur en 10 klst?Þá tekur gjaldskrá bílakjallara við.

Mikilvægt að vita

Fyrstu 15 mínúturnar Eru fríar. Ef keyrt er inn og út úr bílakjallara innan 15 mínútna er ekkert gjald greitt.
Hvar má ekki leggja?Bannað er að leggja fyrir framan Hörpu (á Hörputorgi). Það er svokallað sleppistæði þar sem gestir fara í og úr bifreiðum.
Stæði á austurhlið Hörpu Eru einkastæði og því bannað að leggja þar.
Mistur í bílakjallaraVerði gestir varir við mistur eða reyk í bílakjallara er ekki um mengun að ræða. Þá er verið að nota leikhúsreyk á sviði í Eldborg. Útsog úr Eldborg er notað til þess að hita upp bílakjallara sem gerir Hörpu umhverfisvænni.

Vöru­mót­taka

Vörumóttaka er staðsett á Norðausturhorni hússins. Þar er auðvelt að leggja og taka á móti flutningabílum, útsendingabílum sem og minni bílum sem koma með vörur eða varning. Vörumóttakan er opin alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 eða í samráði við vaktherbergi. Ekki er heimilt að afhenda eða afgreiða vörur um aðalinngang hússins.

a car is parked in front of a warehouse with a loading dock .