Salir og rými í Hörpu
Salur
Svipmyndir
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.
Stærð
1008 m2
—
Hámarksfjöldi
allt að 1734
—
Hæðir
4
Silfurberg
Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.
Stærð
735 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
7,7 m
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Stærð
540 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
9 m
Kaldalón
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Stærð
198 m2
—
Sætafjöldi
165 - 195
—
Lofthæð
8 m
Ríma
Ríma er lítill salur/fundarherbergi á fyrstu hæð Hörpu sem hentar vel fyrir fundi, sem hluti af ráðstefnurými, listviðburð eða aðra smærri viðburði.
Stærð
144 m2
—
Sætafjöldi
130
—
Lofthæð
3,8 m
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina.
Stærð
407 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Hæðir
2
Háaloft
Háaloft er glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóa og fjallahringinn. Salurinn hentar vel fyrir alls kyns smærri viðburði.
Stærð
200 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
Allt að 5 m
Þríund
Þríund er á þriðju hæð á austurhlið Hörp,u við hliðina á Eldborg, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Stórir gluggar og hátt til lofts.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,10 m
Ferund
Ferund er á fjórðu hæð á austurhlið Hörpu við hliðina á Eldborg með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,10 m
Fimmund
Fimmund er á fimmtu hæð á austurhlið Hörpu við hliðina á Eldborg með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
6 m
Hörpuhorn
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
Stærð
500 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
26 m
Flói
Flói er glæsilegt opið rými á fyrstu hæð sem hentar vel fyrir móttökur, veisluhöld, markaði eða sem sýningarsvæði. Fallegt útsýni er úr Flóa yfir Esjuna, höfnina og miðborgina.
Stærð
1008 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,8 m