Láttu góðar hugmyndir verða að veru­leika

Fundir í Hörpu

Fjölbreytt fundaraðstaða fyrir öll tækifæri í fallegu umhverfi Hörpu. Hvert rými er búið fyrsta flokks tækjabúnaði og öll þjónusta er við hendina.

Einfalt og þægilegt bókunarferli fyrir fundarherbergi og veitingar

Fundarherbergin Nes, Vík, Vör og Sund á fjórðu hæð og Vísu og Stemmu á jarðhæð er hægt að bóka beint rafrænt. Bókunarferlið er einfalt og hægt að ganga frá veitingum á sama tíma. Gengið er frá greiðslu með greiðslukorti í lokaskrefi í bókunarferlinu.

Bóka fundarherbergi

Vísa og Stemma

Fundarherbergin Vísa og Stemma taka allt að 16 manns í sæti hvort og eru staðsett á jarðhæð Hörpu. Fundarherbergin eru til leigu í styttri og lengri tíma og hægt að bóka þau með skömmum fyrirvara, með eða án veitinga.

Fundarherbergin Vísa og Stemma

Nes, Vík, Vör og Sund

Fundarherbergin Nes, Vík, Vör og Sund rúma 4-6 manns þægilega í sæti. Þau eru staðsett á fjórðu hæð og henta einstaklega vel fyrir fjarvinnu, smærri fundi, símtöl og samtöl. Frítt Wifi, sjónvarpsskjár til að tengja fartölvu og hljóðkerfi. Gardínur sem hægt er að draga niður til að fá næði. Veitingar er hægt að panta hjá veisluþjónustu Hörpu. Fundarherbergin eru til leigu í styttri og lengri tíma og hægt að bóka þau með skömmum fyrirvara. Smelltu hér fyrir neðan til að skoða lausa tíma.

Fundarherbergin Nes, Vík, Vör og Sund

Önnur tilvalin fundarrými

Þríund

Þríund er á þriðju hæð á austurhlið Hörp,u við hliðina á Eldborg, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Stórir gluggar og hátt til lofts.

Stærð

201 m2

Sæti

Fer eftir uppröðun

Lofthæð

3,10 m

a large room with tables and a view of the ocean .

Ferund

Ferund er á fjórðu hæð á austurhlið Hörpu við hliðina á Eldborg með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll.

Stærð

201 m2

Sæti

Fer eftir uppröðun

Lofthæð

3,10 m

a long hallway with tables and windows in a building .

Fimmund

Fimmund er á fimmtu hæð á austurhlið Hörpu við hliðina á Eldborg með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll.

Stærð

201 m2

Sæti

Fer eftir uppröðun

Lofthæð

6 m

a long hallway with lots of windows overlooking a body of water .

Björtuloft

Björtuloft eru glæsileg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina.

Stærð

407 m2

Sæti

Fer eftir uppröðun

Hæðir

2

a room with tables and chairs set up for a wedding reception with a view of the city .

Háaloft

Háaloft er glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóa og fjallahringinn. Salurinn hentar vel fyrir alls kyns smærri viðburði.

Stærð

200 m2

Sæti

Fer eftir uppröðun

Lofthæð

Allt að 5 m

a large building with a lot of windows overlooking a body of water .