Vor í Hörpu

Harpa /

Hljóðhimnar barna- og fjölskyldurými

Hljóðhimnar eru upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna.

Í Hljóðhimnum er hægt að setja sig í stellingar hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hjúfra sig upp að vögguvísum og sönglögum Íslensku Óperunnar, kíkja inn í músaholur eins og Maxímús Músíkús, sigla um tónlistarinnar höf með Tónstýri Stórsveitar Reykjavíkur og margt fleira. Í Hljóðhimnum slær hjarta barnamenningar í Hörpu. Nánar um Hljóðhimna.

Allt um Hörpu

Verslun og veitingastaðir í Hörpu

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Njóttu þess að heimsækja Hörpu og gefðu þér góðan tíma til að gæða þér á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

Haltu viðburðinn í Hörpu

Harpa býr yfir fyrsta flokks aðstöðu til viðburðahalds séu það tónleikar, ráðstefnur, sýningar, veislur, fundir eða aðrir menningarviðburðir. Í Hörpu færðu persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja vel heppnaðan viðburð.

Íbúar Hörpu

Fastir íbúar hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur sjá til þess að tónlistarhúsið beri nafnið með rentu. Langminnsti íbúi Hörpu, Maxímús Músíkús, á einnig föst heimkynni í húsinu og tekur þátt í að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir smáfólk allt árið um kring.