
Gerðu meira úr kvöldinu þínu í Hörpu

Pantaðu borð á veitingastöðum í Hörpu eða pantaðu veitingar til að njóta í Himnastiganum fyrir tónleika í Eldborg.
Veitingar í Himnastiganum
Nú býðst tónleikagestum í Eldborg að panta veitingar fyrir tónleika og/eða í hléi. Veitingarnar verða bornar fram í Himnastiganum sem liggur frá 2. hæð að La Primavera á 4. hæð. Í boði eru ljúffengir smárréttir og drykkir. Þú velur þér veitingar og tímasetningu sem hentar, gengur frá greiðslu og veitingarnar munu bíða þín á merktu borði til að njóta þegar þú mætir. Vinsamlega athugið að veitingabókanir opna tveimur vikum fyrir viðburð og takmarkaður fjöldi borða er í boði.

Hnoss restaurant
Hnoss restaurant er á jarðhæð Hörpu. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni, gæði og góða þjónustu.

La Primavera
La Primavera Restaurant er staðsettur á fjórðu hæð í Hörpu með einstöku útsýni yfir höfnina. Veitngastaðurinn er opinn öll fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld. Á La Primavera sameinast matarhefð frá Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.
