Þar sem matarhefð frá Norður-Ítalíu og úrvals íslenskt hráefni mætast.
La Primavera er á 4. hæð Hörpu með stórkostlegu útsýni yfir höfnina. Opinn öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Sérstakar tónleikaopnanir eru fyrir tónleika í Eldborg utan hefðbundins opnunartíma.
La Primavera hóf rekstur sinn í Húsi verslunarinnar árið 1993 en þann 22. mars 1996 flutti staðurinn á 2. hæð Austurstrætis 9 í Reykjavík og var starfræktur þar óslitið til ársins 2011. Þann 2. nóvember 2018 opnaði La Primavera aftur í Marshallhúsinu og árið 2021 opnaði La Primavera einnig í Hörpu, miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgar Reykjavíkur.