Viðburðahaldarar þurfa að skila inn myndefni í ákveðnum stærðum til að hægt sé að birta viðburðinn á harpa.is og tix.is. Þetta á við um viðburði með miðasölu, viðburði með ókeypis aðgangi og með aðgöngumiða sem og viðburði með ókeypis miða án aðgöngumiða.
Ef um er að ræða viðburð sem á ekki að birtast á vef Hörpu þarf eingöngu að skila inn myndefni fyrir skjái. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Mynd: breidd 800 x hæð 600 px, 72 dpi mynd án texta. Ath. hér þarf myndin að vera miðjuð, þ.e. aðalatriðið fyrir miðri mynd svo hún falli vel inn í „gluggann“ á dagskrárstikunni á vef Hörpu og á viðburðaspjaldi á harpa.is. Svokallað “Safe frame” fyrir miðjun aðalmyndefnis 800 x 600 myndarinnar er 405 breidd x 600 hæð. Smelltu á linkinn til að skoða betur á dagskrársíðu Hörpu.
Stærð 1920x1080 px - Þessi mynd birtist á viðburðarsíðu tix.is. Má innihalda titil (lógó) viðburðar - eða vera eingöngu myndefni. Birtist einnig í leitarniðurstöðum á tix.is. Athugið að myndefni fyrir þennan flöt má líka senda sem videólúppu (mp4) í stærð 1280x720 px. að hámarki 10 sek. að lengd. Ekki er hægt nota hljóð í þessum lúppum og frame-rate þarf að vera 24.
Stærð 1000x600 px (PNG) – Valkvætt, ef lógó er til. Athugið að lógó-ið sé vistað í PNG með glærum bakgrunni (transparent). Best er að það sé hvítt eða ljóst ef það á að birtast hjá texta á viðburðarsíðunni því grunnur síðunnar er svartur.
Mynd/auglýsing fyrir skjái fyrir ofan miðasölu Hörpu. Jpeg eða 10 sek. mp4 í stærð1920 x 1080 px. Skal innihalda dagsetningu viðburðar og heiti á sal.
Mynd í skjái fyrir framan sal á viðburðardag. Jpeg eða 10 sek mp4: 1920 x 1080 px.
Mynd í upplýsingaskjái á viðburðardegi, stærð 331 x 157 px. Upplýsingaskjáir eru staðsettir á K1, K2 og jarðhæð Hörpu og eru ætlaðir til upplýsinga fyrir gesti þegar þeir mæta í hús.
Athugið að ekki er heimilt að hafa lógó styrktaraðila eða slíkt á innanhússauglýsingum í Hörpu.