Hörpusveitin er vildarklúbbur Hörpu þar sem meðlimir fá miða í forsölu eða á sértilboði.
Harpa sendir reglulega fréttabréf á póstlista Hörpusveitar. Í fréttabréfunum eru upplýsingar um dagskrá, nýja viðburði í sölu, afslætti og tilboð til meðlima.
Harpa reynir að koma sem flestum viðburðum að í fréttabréfinu en forgang hafa viðburðir sem eru nýir og með forsölu eða tilboði fyrir meðlimi. Viðskiptastjórar auglýsa viðburði í fréttabréfi í samráði við viðburðahaldara.