Ramma­gerðin gjafa­vöru­verslun

a store with a lot of shelves and tables in a dark room .

Íslenskt handverk og hönnun. Opið alla daga vikunnar.

Rammagerðin er rammíslensk gjafavöruverslun sem leggur áherslu á íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 sem rammagerð en seldi svo ullarvarning og fatnað svo áratugum skipti.

Rammagerðin hefur þróast í tímanna rás og leggur áherslu á að selja íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin, sem nú hefur verið starfrækt í yfir 70 ár, rekur í dag 6 verslanir með vörur frá yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksmönnum.