Eldborg
Ráðstefnur
Stærð
1008 m2
Hámarksfjöldi
1734
Hæðir
4
Einstakur salur á heimsmælikvarða sem hefur hlotið verðlaun fyrir framúrskarandi hljómburð og umgjörð. Í Eldborg er fyrsta flokks hljóðkerfi, mynd- og ljósabúnaður og innbyggðir túlkaklefar.
Grænalón er baksviðsrými salanna á 2. hæð og þaðan er inngengi í Eldborg. Búningsherbergi eru af ýmsum stærðum, allt frá tveggja manna herbergjum upp í 10 manna herbergi og mögulega enn stærri rými fyrir stærri hópa.
Fjögur búningsherbergi fylgja leigu á Eldborg, án endurgjalds, en framboð þeirra ræðst þó af bókunarstöðu hússins og þau þarf að bóka hjá verkefnastjóra eða viðskiptastjóra eftir atvikum. Hægt er að óska eftir fleiri búningsherbergjum gegn gjaldi ef bókunarstaða hússins leyfir.
Fyrir framan salinn á 2. hæð við glerhjúpinn er hið fallega opna rými Hörpuhorn þar sem hægt er að vera með standandi móttökur, sýningarbása eða aðra viðburði tengdum Eldborg.
Á austurhlið Hörpu eru þrjú hliðarrými við Eldborg; Þríund, Ferund og Fimmund, sem hæfa vel fyrir 30-60 manna standandi einkamóttökur fyrir viðburði í Eldborg.
Athugið að uppgefinn sætafjöldi er miðaður við hámarksfjölda. Nýting á sætum getur breyst eftir eðli viðburðar, sjá hér neðar.
Hagnýtar upplýsingar
Stærð sýningartjalds
11 x 6.1 m
Lofthæð
19 m
Fast svið - stærra
274 m2
Fast svið - minna
234 m2
Stærð á sviði - með stækkun
17 x 19 m
Stærð á sviði - án stækkunar
14 x 19 m
Myndir