Norðurljós
Ráðstefnur
Stærð
540 m2
Sæti
Sjá töflu hér fyrir neðan
Lofthæð
9 m
Norðurljós er hin fullkomna umgjörð utan um viðburði og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Salurinn er útbúinn sérhönnuðum ljósabúnaði í veggjum sem stilla má í ýmsum litbrigðum og búa þannig til þá stemningu sem óskað er eftir.
Sviðið er færanlegt sem gefur margskonar möguleika og hægt að raða sætum og borðum að vild. Svalir í salnum ná allan hringinn og geta verið nýttar í tengslum við viðburði.
Grænalón er baksviðsrými salanna á 2. hæð og þaðan er inngengi í Norðurljós. Búningsherbergi eru af ýmsum stærðum, allt frá tveggja manna herbergjum upp í 10 manna herbergi og mögulega enn stærri rými fyrir stærri hópa.
Tvö búningsherbergi fylgja leigu á Norðurljósum, án endurgjalds, en framboð þeirra ræðst þó af bókunarstöðu hússins og þau þarf að bóka hjá verkefnastjóra eða viðskiptastjóra eftir atvikum. Hægt er að óska eftir fleiri búningsherbergjum gegn gjaldi ef bókunarstaða hússins leyfir.
Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Norðurljós og Silfurberg þannig að mögulegt er að samnýta salina fyrir stærri viðburði.
Hagnýtar upplýsingar
Svalir
Allan hringinn
Gólfflötur
540 m2 - flatur
Svið
Breytanlegt
Sæti
Laus sæti - gólf og svalir
Útfærslumöguleikar
Leikhús
540
Kabarett
240
Hringborð
300
Móttaka
650
Tækni
Skjávarpi
Barco F80 4k12 - 12.000 L
Sýningartjald
6 x 4,5 m
Hljóðkerfi
Meyer Sound
Ljós
Innbyggt LED í veggjum
Myndir