Gerðu meira úr kvöldinu í Hörpu

Eldborg í allri sinni dýrð

Nú er hægt að panta veitingar til að njóta í Himnastiganum fyrir tónleika í Eldborg.

Tónleikagestum í Eldborg býðst að panta veitingar fyrir fram fyrir tónleika í Eldborg og/eða í hléi tónleika. Veitingarnar eru bornar fram í fallega Himnastiganum við hjúpinn sem liggur frá 2. hæð að La Primavera á 4. hæð.

Í boði eru ljúffengir smáréttir og drykkir., Þú velur þér veitingarnar og tímasetningu sem hentar, gengur frá greiðslu og veitingarnar munu bíða þín á merktu borði til að njóta þegar þú mætir.

Vinsamlega athugaðu að veitingabókanir opna tveimur vikum fyrri viðburð og takmarkaður fjöldi borða er í boði.

Smelltu hér til að panta