Árs- og sjálf­bærni­skýrslur Hörpu

a woman is standing in front of a building with a view of the ocean .

Frá árinu 2022 hefur Harpa gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu á rafrænu formi. Með útgáfu á sjálfbærniskýrslu sýnir öflugur stjórnenda- og starfsmannahópur Hörpu skýran ásetning og vilja til að tryggja Hörpu sess á meðal fremstu menningarhúsa heims á sviði samfélagsábyrgðar.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hafa verið innleidd í kjarnastarfsemi Hörpu þar sem fylgt er eftir alþjóðlegum UFS mælikvörðum. Í sjálfbærni felst skýr ásetningur um að skila af sér til næstu kynslóðar stöðu sem er sambærileg, jafnvel betri en við tókum við.

Með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi mun Harpa áfram vinna að markmiðum sínum um að að vera allt í senn heimssvið og heimavöllur menningarlífs og mikilvægur þátttakandi í umhverfisvernd.

Árs- og sjálf­bærni­skýrsla Hörpu 2023

Harpa starfar í samræmi við skýr markmið um samfélagsábyrgð líkt og birtist glöggt í þessari árs- og sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2023. Samfélagsábyrgð Hörpu felst í að skapa menningarleg, samfélagsleg og efnahagsleg verðmæti og fara vel með auðlindir og umhverfi. Harpa leggur sig fram um að þetta stærsta samkomuhús og listaverk í eigu þjóðarinnar sé nýtt með ábyrgum og öflugum hætti til að hámarka þá verðmætasköpun.

a large crowd of people are gathered in a large building .

Árs- og sjálf­bærni­skýrsla Hörpu 2022

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. hefur markað sér sjálfbærnistefnu og gefur út í fyrsta sinn árið 2022 árs- og sjálfbærniskýrslu samhliða ársreikningi. Markmiðið er að miðla upplýsingum um starfsemina og áhrif hennar á umhverfið og samfélagið. Í skýrslunni er að finna áhugaverða kafla um fjölbreytta starfsemi ársins 2022 og upplýsingar um sjálfbærni í samræmi við UFS leiðbeiningar sem gefnar eru út af Nasdaq í samstarfi við Viðskiptaráð. Að auki og í samræmi við stefnuna hefur Harpa ákveðið að fylgja eftir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.

a woman singing into a microphone in front of an orchestra