Græn skref í rekstri

a green footprint with the words gran skref i rikisrekstri below it

Harpa hefur skilað inn Grænu bókhaldi til umhverfisstofununar frá árinu 2019. Tilgangurinn með því er að taka saman upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Með grænu bókhaldi er Harpa að fylgjast með magni losunar, skoða árangur og fara í aðgerðir til að draga úr losun. Harpa kolefnisjafnar svo það sem eftir situr.

Með samstarfi við Klappir Grænar Lausnir og rekstur á grænu bókhaldi er Harpa með öflugt umhverfisstjórnunartæki til þess aðhalda utan öll gögn. Árangur starfsins er svo birt árlega í Sjálfbærniskýrslu Hörpu.