KH veitingar hafa innleitt sjálfbærar og umhverfisvænar aðgerðir í alla sína starfsemi. Notast er við staðbundin íslensk hráefni, dregið hefur verið úr notkun einnota umbúða og boðið er upp á fjölbreytta matseðla. Þannig leggja KH veitingar sitt af mörkum til að stuðla að betri framtíð fyrir umhverfið og samfélagið í heild.
Staðbundin og fersk hráefni
Lögð er áhersla á að nota íslensk hráefni í matargerð KH veitinga.Lambakjöt, kjúklingur og fiskur eru ferskar og íslenskar afurðir, sem dæmi er fiskurinn aldrei frystur. Matseðlar eru árstíðamiðaðir svo hægt sé að tryggja ferskleika hráefnis og minnka kolefnisspor. Þessar áherslur stuðla bæði að minni kolefnislosun og styrkingu íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs.
Sjálfbærni og minni matarsóun
Farið var í aðgerðir til að draga sem mest úr matarsóun. Sem dæmi má nefna ítarlega matseðla þar sem innihlad er tilgreint s.s. hvort matur sé vegan, laktósa-, glúten- eða hnetufrír. Það auðveldar gestum rétt val á mat miðað.
Öll einnota glös vottuð og merkt með slagorðinu „Stöndum saman gegn matarsóun“ sem er hluti af stefnu fyrirtækisins til að minnka notkun á einnota umbúðum.
Reynt er að hámarka nýtingu á mat og er allur afgangur sendur til Samhjálpar, þar sem gestir kaffistofunnar geta notið þeirra. Viðskiptavinum er einnig boðið að taka afganga með sér ef vilji er fyrir því.
Vegan, laktósa-, glúten- og hnetufríir valkostir
Á veisluborðum eru ávallt vegan valkostir og salöt eru sérstaklega valin til að vera vegan. KH býður einnig upp á laktósa-, glúten- og hnetufría rétti án viðbótarkostnaðar fyrir viðskiptavini til að tryggja jafn gott val óháð matarvenjum.
Aukin notkun fjölnota diska og postulíns
Notkun fjölnota diska og postulíns á hlaðborðum hefur verið aukin til muna síðustu ár og samfara því hefur notkun á plastumbúðum minnkað verulega. KH veitingar leggja ríka áherslu á að nýta fjölnota og umhverfisvæna valkosti.
Uppruni og gæði drykkja
Lögð er áhersla á að velja drykki frá íslenskum framleiðendum. Bjór er frá íslenskum bjórframleiðanda og gosið kemur frá Ölgerðinni. Boðið upp á ítalskt léttvín og kaffi og te með upplýsingum um uppruna og framleiðslu. Með því að velja íslenskt styður KH við staðbundnar atvinnugreinar og dregur úr umhverfisáhrifum sem fylgja flutningi vara yfir langar vegalengdir.
Viðvarandi áhersla á umhverfisstjórnun
KH veitingar vinna náið með Hörpu og Terra umhverfisþjónustu hf. til að bæta starfsemi sína í samræmi við umhverfisráðstafanir og tryggja stöðugar umbætur í umhverfismálum.
KH er einnig hluti af Svansvottun Hörpu fyrir ráðstefnurými. Vottuninn tekur til hreinlætis, úrgangsmeðferðar og aðgerða til að minnka kolefnislosun í samræmi við alþjóðlega staðla og vottanir frá Svaninum. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Svanurinn er umhverfismerki af Týpu 1 samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum
Fjárfesting tækja
Áhersla er lögð á fjárfestingu til lengri tíma en kostnaður við að skipta út tækjum í atvinnueldhúsi er gríðarlega hár. Við kaup á nýjum tækjum eru valdir orkusparandi valkostir.
Íslenskir birgjar og samvinna við bænda
Keyptar eru vörur beint frá býli og framleiðendum eftir árstíðum og magni. Þetta tryggir bæði ferskleika og stuðlar að sjálfbærri í starfsemi landbúnaðar í Íslandi.
Aðgerðir til að draga úr notkun einnota umbúða
KH notar ekki einnota umbúðir undir geymslu matvæla. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækið að draga úr umhverfisáhrifum sem tengjast einnota plastumbúðum og bjóða í staðinn upp á fjölnota lausnir.
Hreinsiefni og vottanir
Líkt og Harpa nota KH veitingar umhverfisvæn hreinsiefni frá Garra sem hafa verið vottuð fyrir sjálfbærni og gæði.
KH veitingar eru stolt af því að leggja sig fram við að stuðla að umhverfisvænni framtíð með því að nýta staðbundnar og sjálfbærar vörur, draga úr plastnotku, og hvetja viðskiptavini til að vera meðvitaðir um umhverfisáhrif sín. Með því að nýta árstíðarbundna matseðla með afurðir frá nærumhverfinu þá er fyrirtækið að tryggja að það standi með samfélaginu og umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.