Starfs­manna­félag Hörpu

a group of people are posing for a picture on a set of stairs

Harkan er öflugt starfsmannafélag Hörpu sem stendur að fjölbreyttum viðburðum yfir árið fyrir starfsfólk og fjölskyldur.

Starfsmannafélag Hörpu er öflugt og virkt félag sem hefur það að markmiði að efla félagslíf og samstöðu meðal starfsfólks. Félagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum yfir árið sem miða að því að skapa skemmtilegar og minnisstæðar stundir fyrir allt starfsfólk Hörpu.

Árshátíðin er ein af stærstu viðburðunum, þar sem starfsfólk getur komið saman til að fagna árangri og njóta félagslegrar samveru í afslöppuðu og gleðilegu umhverfi. Það er mikil hefð fyrir þessum viðburði og hann hefur sannað sig sem mikilvægur hluti af starfsanda Hörpu.

Einnig er vorgleði haldin árlega, sem er lítill og vinalegur viðburður til að fagna komu sumarsins. Þar getut starfsfólk tekið þátt í ýmsum skemmtilegum leikjum, samveru og gleði með samstarfsfólki sínu.

Starfsmannafélagið heldur einnig reglulega minni viðburði og samkomur þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að kynnast betur og styrkja tengsl við hvert annað. Með þessum viðburðum vill félagið stuðla að góðu samstarfi, jákvæðum tengslum og almennri vellíðan meðal starfsfólks Hörpu.

Starfsmannafélag Hörpu er til staðar til að bæta starfsumhverfi og skapa frábærar minningar fyrir alla sem vinna hjá Hörpu, með áherslu á samveru, gleði og samhug.

Öllu fastráðnu starfsfólki, verktökum og þjónustufulltrúum er velkomið að vera félagi í Hörkunni.