Sjálfbærnistefna Hörpu tekur mið af alþjóðlegum mælikvörðum og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Harpa gefur nú út í þriðja sinn árs- og sjálfbærniskýrslu samhliða ársreikningi í samræmi við UFS leiðbeiningar, sem gefnar eru út af Nasdaq í samstarfi við Viðskiptaráð. Markmiðið er að miðla upplýsingum um starfsemina og áhrif hennar á umhverfið og samfélagið. Langbrók ráðgjöf aðstoðaði stjórnendur Hörpu við gerð skýrslunnar.

Frá upphafi árs 2022 hefur stýrihópur um sjálfbærnimál verið starfandi sem hefur leitt mörkun og innleiðingu sjálfbærnimarkmiða með aðstoð sjálfbærniráðgjafa þar sem megin áherslan er að innleiða UFS mælikvarða og á sama tíma að leggja kapp á það að efla félagsleg áhrif Hörpu og menningarvitund í samfélaginu. Harpa hefur innleitt öll Græn skref Umhverfisstofnunar og fékk Svansvottun sem ráðstefnuhús árið 2022. Harpa hefur frá árinu 2015 unnið markvisst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tekur þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Heimsmarkmið

Harpa fylgir eftir fimm Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, valin af starfsfólki í samræmi við stefnu fyrirtækisins og sjálfbærniáherslur í starfseminni.

Eftirfarandi Heimsmarkmið töldust samræmast áherslum Hörpu í samfélagsábyrgð.

3 Heilsa og vellíðan

Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan frá vöggu til grafar. Með því að vera vel rekinn mannvænn vinnustaður stuðlum við að heilbrigðu líferni og vellíðan starfsfólks. Harpa setur markmið í tengslum við heilsu og vellíðan starfsfólks, m.a. með heilsustyrkjum og heilsufarsmælingum. Hlutverk Hörpu er að skapa menningarleg og samfélagsleg verðmæti með því að vera samkomuhús þjóðarinnar og vettvangur fyrir fjölbreytta viðburði. Tónlist, samvera og menningarupplifun eykur lífsgæði og stuðlar að góðri andlegri heilsu.

a green sign that says 3 heilsa og vellidan

5 Jafn­rétti kynj­anna

Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Harpa leggur ríka áherslu á jafnrétti allra kynja með skýrri jafnréttisstefnu, -áætlun og jafnlaunavottun. Áætlun tryggir að markvisst sé stuðlað að jafnrétti kynja og að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samofin starfsemi félagsins. UFS skýrsla veitir opinberar upplýsingar um lykilmælikvarða í jafnréttismálum. Harpa er aðili að KeyChange verkefninu og hefur skuldbundið sig til að stuðla að jafnri stöðu kvenna á vettvangi tónlistar.

Image

8 Góð atvinna og hagvöxtur

Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Stefna Hörpu er að skapa efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti. Það er m.a. gert með því að vera vettvangur fyrir um 1400 viðburði á ári sem eru atvinnuskapandi fyrir mjög breiðan hóp. Gjaldeyrisskapandi alþjóðlegt viðburðahald allt árið um kring. Áfangastaður og aðdráttarafl sem styrkir ferðaþjónustu í Reykjavík - styður hátt atvinnustig, eykur þjónustuframboð og gjaldeyristekjur. Markmið um að vera eftirsóttur og framúrskarandi vinnustaður fyrir fagfólk á kjarnasviði starfseminnar. Harpa er með markmið um að auka framleiðni við umhverfi og samfélag.

the number 8 is on a red background

9 Nýsköpun og uppbygging

Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. Farsæll og framsækinn rekstur byggir á stöðugu umbótastarfi og hugrekki til að feta nýja braut. Dagskrárstefna félagsins skapar sterkan heimavöll fyrir íslenska tónlist og heimssvið fyrir ferska vinda. Opið borgartorg í Hörpu rúmar allt litróf samfélagsins; fjölskylduvæna og aðgengilega viðburði, grasrót tónlistarlífs, frumsköpun og fjölbreytta miðlun með áherslu á jafnt aðgengi og inngildingu. Upplifun gesta og viðskiptavina er í öndvegi og er nýsköpun og faglegum og skapandi lausnum markvisst beitt til að bæta hana.

Image

13 Aðgerðir í lofts­lags­málum

Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Harpa hefur sett sér skýr markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Harpa hefur lokið öllum 5 Grænum skrefum Umhverfisstofnunar um opinberan rekstur og heldur áfram stöðugum úrbótum. Harpa hefur hlotið Svansvottun sem ráðstefnuhús. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins með hag komandi kynslóða að leiðarljósi og bjóða neytendum val um umhverfisvæna kosti.

a green background with the number 13 on it