Harpa svans­vottað ráðstefnuhús

a green circle with white stripes on a white background

Harpa er staðráðin í að axla ábyrgð á framtíðinni og stuðla að betri heimi á þann hátt sem Harpa kemst að. Umhverfisvernd er innbyggt í starfsemina og sjálfbærni er langvarandi og óaðskiljanlegur þáttur í öllu sem er gert. Harpa hefur unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum í mörg ár en tók það enn fastari tökum árið 2022 þegar Harpa hlaut Svansvottun á ráðstefnuaðstöðu.

Svansvottun er norrænt umhverfismerki og opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Norræna umhverfismerki Svansins var stofnað árið 1989 af Norrænu ráðherranefndinni sem frjálst umhverfismerki fyrir Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð. Svanurinn er umhverfismerki af Týpu 1 samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network.

Svansmerkt ráðstefnuaðstaða uppfyllir strangar umhverfiskröfur og er áhersla lögð á eftirfarandi atriði:

  • Umhverfisstjórnun – eftirfylgni og skýr ábyrgðarhlutverk.
  • Sjálfbær matvæli – lægra kolefnisspor ásamt lífrænt vottuðum mat og drykk.
  • Lágmarka orkunotkun og innleiða orkusparandi aðgerðir.
  • Lágmarka magn blandaðs úrgangs og gera flokkun aðgengilega.
  • Lágmarka vatnsnotkun og innleiða vatnssparandi aðgerðir.
  • Kaupa inn umhverfisvottuð efni og lágmarka efnanotkun.
  • Mæla matarsóun og grípa til aðgerða til að draga úr matarsóun.
  • Takmarka notkun á einnota vörum og lágmarka umbúðanotkun.

Afhending vott­unar

Harpa hlaut Svansvottun árið 2022 fyrir ráðstefnurými hússins. Svanurinn byggir á óháðri vottun og viðmiðum sem staðfestir strangar umhverfis- og gæðakröfur starfseminnar. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins með hag komandi kynslóða að leiðarljósi og bjóða neytendum val um umhverfisvæna kosti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu umhverfismerki Svansins. Smelltu á linkinn til að horfa á viðtal við Svanhildi um mikilvægi vottunarinnar fyrir Hörpu og þær aðgerðir sem ráðist var í til að fá hana og viðhalda.

Image