Klassík, Sígild og samtímatónlist, Sinfóníutónleikar, Tónlist

Event poster

Ungir einleik­arar 2025 - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 5.700 kr

Næsti viðburður

föstudagur 25. apríl - 19:30

Salur

Eldborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Mirian Khukhunaishvili
hljómsveitarstjóri

Einleikarar og efnisskrá kynnt síðar

Tónleikarnir Ungir einleikarar er sannkölluð uppskeruhátíð en þar koma fram þeir nemendur sem urðu hlutskarpastir í einleikara- og einsöngskeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin öllum tónlistarnemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Óhætt er að segja að þeir sem koma hér fram eru framtíð íslenskrar tónlistar og spennandi að fylgjast með þeim feta sín fyrstu skref í atvinnumennsku.

Hljómsveitarstjóri tónleikanna er hinn georgíski Mirian Khukhunaishvili, en hann lauk doktorsnámi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarakademíunni í Kraká í Póllandi árið 2020. Khukhunaishvili hefur á síðustu árum unnið hverja hljómsveitarstjórakeppnina á fætur annarri. Hann leggur mikla rækt við samvinnu við ungt fólk og er hann stofnandi og tónlistarstjóri Ungmennahljómsveitarinnar í Tbilisi og er kórstjóri kórs Listaháskóla Íslands, þar sem hann kennir jafnframt hljómsveitarstjórn.

Einstök stemming einkennir þessa tónleika og eftirvæntingin ávallt mikil þegar sigurvegararnir stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg.

Nöfn sigurvegaranna verða birt á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar að lokinni keppni í janúar.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir

A

5.700 kr.

B

3.500 kr.

C

2.900 kr.

D

2.900 kr.

Dagskrá

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.

a large empty auditorium with red seats and a stage .

Næstu viðburðir í Eldborg