Hátíðir, Tónleikar

Event poster

Reykjavík Early Music Festi­val: Bach og kunn­ingjar

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.900 - 6.900 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 17. apríl - 17:00

Salur

Norðurljós

Á lokatónleikum Reykjavík Early music Festival kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi hin heimsfræga barokkhljómsveit Akademie für Alte Musik Berlin. Þetta er án efa stórviðburður í íslensku tónlistarlífi en hljómsveitin, sem er þekkt fyrir kraft og snerpu í leik sínum, flytur hér nokkur eftirlætis verka sinna.

Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir tónskáld sem höfðu áhrif á Bach, þar á meðal náinn vin hans Georg Philipp Telemann, ítölsku meistarana Antonio Vivaldi og Pietro Locatelli, auk Georgs Friderics Handels og Reinhard Keisers. Djúp aðdáun Bachs á ítalskri tónlist birtist í verkum hans, þar á meðal óbókonsert í G-dúr og konsert fyrir óbó og fiðlu, þar sem hinn framúrskarandi óbóleikari Xenia Löffler verður einleikari.

Í samstarfi við Menntaskóla í tónlist og Listaháskóla Íslands munu nokkrir efnilegir nemendur koma fram með hljómsveitinni, en þetta er einstakt tækifæri fyrir upprennandi tónlistarfólk að stíga á svið með heimsklassa tónlistarmönnum.

Ekki láta þessa einstöku tónleika Akademie für Alte Musik Berlin á Íslandi framhjá ykkur fara – komið og njótið glæsilegrar tónlistar Bachs og áhrifavalda hans í ríkulegri evrópskri barokkhefð.

Lengd tónleika ca. 110 mín. með hléi.

Þessir tónleikar eru styrktir af Goethe-Institut.

Viðburðahaldari

Reykjavík Early Music Festival

Miðaverð er sem hér segir

A

4.900 kr.

A

6.900 kr.

A

4.900 kr.

Dagskrá

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

a large auditorium filled with rows of chairs and purple lights .

Næstu viðburðir í Norðurljósum