Börn og Fjölskyldan, Fjölskyldan, Fjölskyldudagskrá Hörpu
Verð
0 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 15. apríl - 10:00
Salur
Norðurljós
Reykjavík Early Music Festival í samstarfi við Fjölskyldudagskrá Hörpu kynnir:
Krílabarokk
Tónleikar fyrir 0-3 ára! Barokktónlist verður flutt á barnvænan hátt með sérstaka áherslu á yngstu börnin. Svafa Þórhallsdóttir söngkona ásamt Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur fiðluleikara og Halldóri Bjarka Arnarsyni semballeikara flytja tónlistina á barokkhljóðfæri sem gefa fisléttan og tæran hljóm sem hentar sérstaklega vel fyrir þau allra yngstu. Við munum heyra tónlist eftir tónskáldin Händel, Mozart, Bach, Purcell og Gluck. Einnig verður óvæntur glaðningur úr íslenska þjóðlagaarfinum sem flestir áheyrendur ættu að þekkja og er þeim boðið að syngja með. Tónleikarnir eru gagnvirkir (interactive), þar sem söngvarinn nýtir bæði söngrödd sína, sögur, hreyfingar og leikmuni til skapa rými sem frjóvgar ímyndunaraflið og gerir börnin og hina fullorðnu að þátttakendum í tónlistinni.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna á heimasíðu Hörpu.
Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari/upptökumaður á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir/myndbönd af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
þriðjudagur 15. apríl - 10:00
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum