Lúðrasveit
Verð
2.900 - 4.900 kr
Næsti viðburður
laugardagur 17. maí - 16:00
Salur
Norðurljós
Lúðrasveitin Svanur býður upp á ógleymanlega kvöldstund þar sem flutt verður tónlist úr mörgum af vinsælustu japönsku teiknimyndunum – bæði úr kvikmyndum og þáttum. Á efnisskránni má finna fjölbreytt úrval, allt frá ljúfum ballöðum yfir í kraftmikla bardagatónlist. Meðal höfunda eru stór nöfn eins og Joe Hisaishi og Yoko Kanno.
Til að toppa Anime-stemninguna verður haldin bráðskemmtileg búningakeppni fyrir áhugasama. Allar upplýsingar um keppnina og skráningu má finna á svanur.is/buningakeppni. Auðvitað eru allir tónleikagestir hvattir til að mæta í búningi – hvort sem þeir ætla sér að taka þátt í keppninni eða ekki!
Stjórnandi Svansins er Ella Vala Ármannsdóttir.
Almennt miðaverð er 4900, en miðaverð fyrir 12 ára og yngri er 2900.
Tónleikarnir eru um 1 1/2 klst., með hléi.
Viðburðahaldari
Lúðrasveitin Svanur
Miðaverð er sem hér segir
A
4.900 kr.
A
2.900 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum