22. september 2022
Stórsveit Reykjavíkur fagnaði 30 ára afmæli
með stórtónleikum í Eldborg sl. sunnudagskvöld með hljómsveitarstjóranum Maria Schneider.

Stórsveit Reykjavíkur fagnaði 30 ára afmæli með stórtónleikum í Eldborg sl. sunnudagskvöld. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Maria Schneider, ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins og margfaldur Grammy verðlaunahafi, stjórnaði eigin verkum á stórkostlegum tónleikum. Í tilefni af afmælinu var tilkynnt um framtíðarsamning Stórsveitarinnar við ríki og borg.
Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefið út 10 geisladiska. Fjölmargir gestastjórnendur hafa starfað með sveitinni í gegnum árin, bæði erlendir og innlendir. Sveitin hefur lagt sig eftir fjölbreyttu verkefnavali; frumflutt mikið af nýrri íslenskri tónlist, leikið sögulega mikilvæga stórsveitatónlist, leikið fyrir börn og átt samstarf við fjölmarga aðilia af sviði íslenskrar popptónlistar. Sveitin hefur margsinnis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin.




