9. september 2024

Frábær helgi að baki með fjöllistahópnum Kalabanté

Dans og söngur frá Vestur Afríku ásamt mögnuðum sirkuslistum var í aðalhlutverki á sviði Eldborgar um helgina þegar Kalabanté fjöllistahópurinn sýndi tvisvar sýninguna Africa in Circus.

20240907-212536- MummiLu

Áhorfendur tóku andköf, hlógu, sungu með og fögnuðu til skiptis allar 90 mínúturnar og óhætt að segja að fólk á öllum aldri var sem dáleitt af ótrúlegum hæfileikum listafólksins.


Fyrir þau sem vilja sjá meira, þá mælum við með að kíkja á heimildarmyndina Sirkus án landamæra sem er aðgengileg í Spilara RÚV og fjallar meðal annars um Yamoussa Bangoura, stofnanda og listrænan stjórnanda Kalabanté.

Fréttir