Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) og er rekið undir félaginu Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf., kt. 660805-1250.
Hlutverk Hörpu er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar og erlendar. Hlutverk hússins er jafnframt að vera miðstöð mannlífs í miðborg Reykjavíkur fyrir alla landsmenn og áfangastaður ferðamanna innlendra og erlendra sem vilja kynna sér bygginguna, þjónustu í henni og arkitektúr og listaverk í húsinu.
Markmið ríkis og Reykjavíkurborgar með byggingu og rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu er að efla íslenskt tónlistar- og menningarlíf, styrkja stöðu Íslands á sviði ráðstefnuhalds og ferðaþjónustu og stuðla að öflugu mannlífi í miðborginni. Markmiðin rækir félagið einkum með því að leigja út sali og rými til tónlistarviðburða, ráðstefnuhalds og funda og tengdrar starfsemi á samkeppnishæfu verði, með því að standa fyrir samstarfsverkefnum og eigin verkefnum eftir því sem rekstur félagsins leyfir, með því að skipuleggja aðra starfsemi í húsinu s.s. veitingarekstur og verslun, til að laða að gesti og gangandi, og með því að standa opið ferðamönnum, innlendum sem erlendum, árið um kring.
Rekstrarfélagið Hörpustrengir hefur þann tilgang að standa fyrir völdum viðburðum sem marka spor í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og myndu ekki verða að veruleika án aðkomu félagsins. Viðburðir eru oftast unnir með völdum samstarfsaðilum. Félagið gætir þess að standa ekki í beinni samkeppni við viðburðahaldara og fasta notendur hússins. Hörpustrengir hafa staðið fyrir fjölda ólíkra viðburða, sem dæmi má nefna: Stórtónleika fiðluleikarans Anne-Sophie Mutter og Mutter Virtuosi, Hnotubrjótinn í uppfærslu Kiyv Grand Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, London Philharmonic Orchestra, Reykjavik Midsummer Music, Heimspíanistinn Philip Glass og fleiri.
Stuðlar að gæðum og fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu og að húsið uppfylli sem best menningarlegt hlutverk sitt miðað við þann stakk sem því er sniðinn. Áherslurnar eru: Barnamenning og fjölskylduvæn dagskrá, Borgartorgið sem hattur yfir hátíðir, opin rými og Hörputorg, fjölbreytni og bætt aðgengi fyrir grasrót og ungt tónlistarfólk og fyrsta flokks alþjóðlegir viðburðir á vegum Hörpustrengja.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Stjórnarformaður
Ráðgjafi
Árni Geir Pálsson
Varaformaður
Ráðgjafi
Gunnar Sturluson
Meðstjórnandi
Hæstaréttarlögmaður
Hrönn Greipsdóttir
Meðstjórnandi
Framkvæmdastjóri
Jón Sigurgeirsson
Meðstjórnandi
Efnahagsráðgjafi
Varamenn
Varamenn í stjórn Hörpu eru Emelía Ottesen og Arnfríður S. Valdimarsdóttir.
Tengt efni
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2023
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2022
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2021
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2020
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2019
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2018