Stuðlar að gæðum og fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu og að húsið uppfylli sem best menningarlegt hlutverk sitt.
Stjórn Hörpu hefur komið á fót ráðgefandi dagskrárráði til að styðja við mikilvæga innleiðingu og framkvæmd dagskrárstefnu Hörpu. Markmiðið með starfseminni er að stuðla að gæðum og fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu og að húsið uppfylli sem best menningarlegt hlutverk sitt miðað við þann stakk sem því er sniðinn.
Dagskrárstefna Hörpu skiptist upp í eftirfarandi áherslur:
• Barnamenning og fjölskylduvæn dagskrá
• Borgartorgið sem hattur yfir hátíðir, opin rými og Hörputorg
• Fjölbreytni og bætt aðgengi fyrir grasrót og ungt tónlistarfólk
• Fyrsta flokks alþjóðlegir viðburðir á vegum Hörpustrengja.
Viðfangsefni dagskráráðsins er fyrst og fremst síðastnefndi þátturinn.
Hlutverk
Í ráðgefandi hlutverki felst aðkoma að mótun tillagna sem færu til afgreiðslu hjá stjórn Hörpu um áherslur og stærri verkefni í langtímaáætlun í eigin viðburðahaldi og samstarfsverkefnum, velja í samráði við forstjóra og verkefnastjóra stærri viðburði sem haldnir eru í nafni Hörpustrengja, taka þátt í hugmyndavinnu og tillögugerð um hvernig megi raungera dagskrárstefnu Hörpu á raunhæfan og metnaðarfullan hátt.
Skipan
Dagskrárráð skal hafa á að skipa einstaklingum sem hafa fjölþætta og víðtæka þekkingu á tónlist – jafnt heimavelli og heimssviði og vilja starfa með Hörpu á metnaðarfullan hátt. Ráðið er skipað 4 fulltrúum til 2 ára í senn.
Stjórn Hörpu skal tryggja að skipan ráðsins endurspegli jafnræði kynja og sem fjölbreyttasta þekkingu á verkefnum þess.
Í ráðinu sitja Ásmundur Jónsson formaður, Sóley Stefánsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Unnsteinn Manúel Stefánsson.
Verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu er Elísabet Indra Ragnarsdóttir og starfar hún með ráðinu.