Útil­ista­verk

a statue of a man sitting in front of a building .

Fyrir utan Hörpu standa tvö útlistaverk eftir íslenska listamenn: Tónlistarmaðurinn eftir Ólöfu Pálsdóttur og Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur.

Listaverið Tónlistarmaðurinn er safneign Listasafns Reykjavíkur en í safneiginni eru rúmlega 4000 verk eftir um 650 listamenn.

Listaverkið Himinglæva er eign Hörpu fengið að gjöf frá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg á 10 ára afmæli hússins 2011.


Tónlist­ar­mað­urinn

Fyrirmyndin að verkinu var sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson. Hann sat fyrir við gerð styttunnar og urðu Ólöf og Erling ásátt um að hann myndi spila á meðan hún vann. Ólöf sagðist sjaldan eða aldrei hafa notið þess eins vel að vinna nokkurt verk, enda ekki öll módel sem gætu gefið svo mikið til baka á meðan unnið væri.

a statue of a man playing a cello in front of a building

Himinglæva

Verkið Himinglæva eftir listakonuna Elínu Hansdóttur var vígt á Hörputorgi þann 7. maí 2022. Verkið framkallar tóna þegar vindurinn blæs en tónarnir eru breytilegir eftir krafti vindsins. Þar sem listaverkið er eins konar hljóðfæri hæfir það því vel að vera við Hörpu.

a large metal sculpture is sitting in front of a building .