Fyrir utan Hörpu standa tvö útlistaverk eftir íslenska listamenn: Tónlistarmaðurinn eftir Ólöfu Pálsdóttur og Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur.
Listaverið Tónlistarmaðurinn er safneign Listasafns Reykjavíkur en í safneiginni eru rúmlega 4000 verk eftir um 650 listamenn.
Listaverkið Himinglæva er eign Hörpu fengið að gjöf frá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg á 10 ára afmæli hússins 2011.
Fyrirmyndin að verkinu var sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson. Hann sat fyrir við gerð styttunnar og urðu Ólöf og Erling ásátt um að hann myndi spila á meðan hún vann. Ólöf sagðist sjaldan eða aldrei hafa notið þess eins vel að vinna nokkurt verk, enda ekki öll módel sem gætu gefið svo mikið til baka á meðan unnið væri.