Tónlist­ar­mað­urinn

a woman in a white dress is standing next to a fountain in front of a building .

Listaverkið Tónlistarmaðurinn eftir Ólöfu Pálsdóttur er staðsett fyrir framan aðalinngang Hörpu. Á myndinni má sjá Ólöfu standa við hlið verksins.

Tónlistarmaðurinn eftir Ólöfu Pálsdóttur (1920-2018).

Fyrirmyndin að verkinu var sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson. Hann sat fyrir við gerð styttunnar og urðu Ólöf og Erling ásátt um að hann myndi spila á meðan hún vann. Ólöf sagðist sjaldan eða aldrei hafa notið þess eins vel að vinna nokkurt verk, enda ekki öll módel sem gætu gefið svo mikið til baka á meðan unnið væri.

Mannamyndir voru alla tíð meginviðfangsefni Ólafar, bæði heilmyndir og portrettmyndir. Hún vann verk sín í leir eða gifs en mörg þeirra voru síðan steypt í brons. Myndir hennar eru í natúralískum anda, formfagrar og látlausar, en jafnframt tjáningarríkar og bera með sér innlifun listakonunnar í hugarheim fyrirmynda sinna. 

Hið þekkta verk Tónlistarmaðurinn er frá árinu 1974. Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari var fyrirmynd Ólafar og lék hann á hljóðfæri sitt á meðan hún vann myndina. Hún mótar sellóleikarann á einfaldan en áhrifaríkan hátt og gerir hann að sígildri táknmynd tónlistar. Þetta verk svo og önnur verk Ólafar bera með sér ríka formkennd og vitna um persónulega tjáningu og sérstöðu listakonunnar.

Verkið stóð upphaflega við Hagatorg eða frá árinu 1977. Á þeim tíma var Háskólabíó helsti tónlistarsalur landsins og aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Við opnun Hörpu árið 2011 fluttist Sinfóníuihljómsveitin í Hörpu og hefur verið íbú þar síðan. Segja má að verkið hafi flust með Sinfóníunni því þann 4. september 2014 var verkinu komið fyrir fyrir framan tónlistarhúsið.