Verðlaun Hörpu
Þrátt fyrir ungan aldur er Harpa margverðlaunuð, bæði fyrir arkitektúr og sem tónlistar-og ráðstefnuhús.
Harpa hlaut ein virtustu byggingarlistarverðlaun heims, Mies van der Rohe verðlaunin árið 2013. Þá var Harpa valin eitt af bestu tónleikahúsum nýs árþúsunds af hinu virta tónlistartímariti Gramophone Magazine 2010 og árið 2011 sem besta viðburðahúsið af Travel&Leisure tímaritinu.
Nýjustu verðlaunin í safninu eru hin virtu byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology (USITT) fyrir framúrskarandi hljómburð og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða.
Verðlaun Hörpu
- USITT Architecture Award 2018
- Best Meeting & Conference Centre in Europe 2016 -Business Destinations
- Local Favorite 2016 Award – The Culture Trip
- The Mies van der Rohe Award 2013
- Besta ráðstefnuhús í Norður-Evrópu 2012 – MICE Award
- Besta almenningsrýmið 2012 – Arkitekturmassan Awards
- Verðlaun fyrir byggingarlist 2012 – Civic Trust Award
- Menningarverðlaun DV 2012
- The Icelandic Concrete Award 2012
- The Icelandic Heating, Ventilation, and Sanitary Awards 2012
- Besta viðburðahúsið 2011 – Travel&Leisure tímaritið
- Tilnefning: Besta menningarhús heims 2011 – World Architecture Festival, Barcelona 2011
- Harpa Plaza – The Best Public Nordic Space (Arkítektamessan í Gautaborg) 2011
- Leiðarvísar 2011 -IIIDAwards
- Tilnefning: Besta menningarhús heims 2011 – World Architecture Festival, Barcelona 2011
- Eitt besta tónleikahús nýs árþúsunds 2010 – Gramophone magazine
- World Architecture Award 2010