Viðburðir framundan

Upprásin /

veturinn 2025-2026

Upprásin er grasrótartónleikaröð þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi veturinn 2025-2026.

Meira um Upprásina

a collage of people laying on the floor with the words harpa and ras 2 on the bottom

Veitingastaðir og verslun

Verslun og veit­inga­staðir í Hörpu

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Njóttu þess að heimsækja Hörpu og gefðu þér góðan tíma til að gæða þér á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

a woman sits at a bar in a restaurant

Haltu viðburðinn í Hörpu

Harpa býr yfir fyrsta flokks aðstöðu til viðburðahalds séu það tónleikar, ráðstefnur, sýningar, veislur, fundir eða aðrir menningarviðburðir. Í Hörpu færðu persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja vel heppnaðan viðburð.

a building with a lot of windows looking out to the water

Fréttir /

Allt það nýjasta