11. apríl 2022

Afmæl­islag Hörpu vann Lúðurinn

á íslensku auglýsingaverðlaununum

Afmælislag Hörpu vann Lúðurinn í flokki viðburða á Íslensku auglýsingaverðlaununum föstudaginn 8. apríl 2022.

Afmælislag Hörpu var stórt samfélagslegt verkefni með enn stærra hjarta þar sem börn voru í aðalhlutverki. Að laginu komu 80 börn sem eru jafngömul Hörpu og sýndu í sinni listsköpun hvað þeim þykir vænt um húsið sitt og það sem gerist innan veggja þess.

Lagið fékk titilinn “Alveg eins og ég”.

Harpa þakkar öllum þeim sem komu að laginu og tileinkar krökkunum verðlaunin. Til hamingju öll!

Fréttir