10. september 2024
Coocoo's Nest „bröns take over“ á Hnoss í Hörpu
Lucas á Coocoo's Nest og Leifur á La Primavera sameina krafta sína!
Nú hafa sælkerar þessa lands ástæðu til að gleðjast þar sem að tveir af ástsælustu kokkum landsins hafa ákveðið að leiða saman hesta sína. Þeir Lucas Keller, stofnandi hins rómaða Coocoo's Nest á Grandanum og Leifur Kolbeinsson á La Primavera ætla næstu misserin að bjóða uppá glænýjan bröns á Hnoss Bistro á jarðhæð Hörpu. Þessi nýji bröns verður í hlaðborðsformi og undir sterkum áhrifum frá gamla Coocoo's Nest og því er réttast að tala um Coocoo's nest "bröns take over" á Hnoss. Brönsinn verður opinn alla laugardaga og sunnudaga á milli kl. 11.30 og 14.30 - í allan vetur.
Bókaðu bröns á www.hnossrestaurant.is.
Fréttir
4. desember 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025