9. september 2024
Frábær helgi að baki með fjöllistahópnum Kalabanté
Dans og söngur frá Vestur Afríku ásamt mögnuðum sirkuslistum var í aðalhlutverki á sviði Eldborgar um helgina þegar Kalabanté fjöllistahópurinn sýndi tvisvar sýninguna Africa in Circus.
Áhorfendur tóku andköf, hlógu, sungu með og fögnuðu til skiptis allar 90 mínúturnar og óhætt að segja að fólk á öllum aldri var sem dáleitt af ótrúlegum hæfileikum listafólksins.
Fyrir þau sem vilja sjá meira, þá mælum við með að kíkja á heimildarmyndina Sirkus án landamæra sem er aðgengileg í Spilara RÚV og fjallar meðal annars um Yamoussa Bangoura, stofnanda og listrænan stjórnanda Kalabanté.
Fréttir
4. desember 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025