13. júní 2022

Harpa og List­vina­fé­lagið í Reykjavík

undirrita samstarfssamning til næstu þriggja ára

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús og Listvinafélagið í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag varðandi tónleikahald í Hörpu árin 2022, 2023 og 2024 þar sem burðarásarnir verða tónleikar í Eldborg á páskum og aðventu.

Tilgangur Listvinafélagsins er að stuðla að vönduðum listflutningi á Íslandi og eflingu barokktónlistar og nýsköpunar í listum. Samstarfið er eitt af mörgum verkefnum sem Harpa tekur þátt í til að sinna sem best hlutverki sínu sem heimavöllur og heimssvið tónlistar og vettvangur fyrir fjölbreytt menningarlíf.

Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi Listvinafélagsins í Reykjavík

,,Samstarfssamningur við Hörpu er mjög mikilvægur fyrir Listvinafélagið í Reykjavík. Það opnar nýja möguleika fyrir félagið til tónleikahalds í Hörpu við bestu mögulegu aðstæður fyrir kórana tvo sem tengjast félaginu, Mótettukórinn og Schola Cantorum, svo og Alþjóðlegu barokksveitinni. Stjórn Listvinafélagsins lítur á samninginn sem mikla viðurkenningu og tækifæri til nýrra tónlistarsigra.”

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu

,,Það er með mikilli gleði sem við bjóðum Listvinafélagið í Reykjavík velkomið í Hörpu. Tónleikahald Listvinafélagsins - með glæsilegum árvissum viðburðum - mun auka enn á fjölbreytni menningarstarfsins í húsinu og fellur einkar vel að dagskrárstefnu Hörpu. Við hlökkum líka til að taka vel á móti þeim stóra hópi tónleikagesta sem hefur um langt árabil fylgt þessum frábæru kórum og Alþjóðlegu barokksveitinni,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.

Á myndinni eru Inga Rós Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Listvinafélagsins, Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi Listvinafélagsins í Reykjavík (og stjórnandi Mótettukórsins og Schola Cantorum) og Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.

Fréttir

5. júlí 2022

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

komnar í bílahús Hörpu

17. júní 2022

Harpa óskar landsmönnum til hamingju

með þjóðhátíðardaginn

13. júní 2022

Harpa og Listvinafélagið í Reykjavík

undirrita samstarfssamning til næstu þriggja ára