12. apríl 2022

Nýjung í bíla­húsi Hörpu

Myndavél les bílnúmer

Bílahús Hörpu er opið allan sólarhringinn og gestum til aukinna þæginda hefur verið tekið upp svokallað CameraPark sem er einfalt og þægilegt í notkun.

Kerfið virkar þannig að myndavél les bílnúmerið við innkeyrslu og skráir bifreiðina í stæði og við útkeyrslu les myndavélin bílnúmerið aftur og skráir úr stæðinu. Það eina sem þarf að gera er að vera með EasyPark appið og virkja í fyrsta skiptið CameraPark í appinu til að tengja við kreditkort. Þetta þarf einungis að gera einu sinni og eftir það er ferlið orðið sjálfvirkt að öllu leyti. Það þarf ekki að opna appið þegar lagt er í næsta skipti og því hægt keyra áhyggjulaust inn og út úr bílahúsinu og CameraPark sér um rest.

Athugið að hægt er að nota Parka jafnt og EasyPark. Það síðarnefnda er með möguleikann á CameraParking og Parka kemur væntanlega með sömu lausn fljótlega. Mikilvægt er að skrá ekki bíl í Parka þegar lagt er er í bílastæðahúsinu ef viðkomandi er einnig með EasyPark appið, annars er rukkað tvöfalt.

Hér má sjá nánari upplýsingar um bílahús Hörpu, EasyPark og aðrar greiðsluleiðir.

Fréttir

5. júlí 2022

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

komnar í bílahús Hörpu

17. júní 2022

Harpa óskar landsmönnum til hamingju

með þjóðhátíðardaginn

13. júní 2022

Harpa og Listvinafélagið í Reykjavík

undirrita samstarfssamning til næstu þriggja ára