14. september 2021, 00:00
Tilkynning til tónleikagesta
Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum frá og með 15. september.

Samkvæmt nýjum tilslökunum á sóttvarnarráðstöfunum, mun Eldborg verða skipt upp í þrjú 500 manna sóttvarnarhólf á tónleikum helgarinnar 17.-19. september, og ekki gerð krafa um neikvætt hraðpróf.
Grímuskylda helst óbreytt á þessum viðburðum og gestir eru beðnir um að bera grímu en veitingasala verður opin á undan tónleikum og í hléi.
Gestir eru sem fyrr hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir í hvívetna og gæta að fjarlægðarmörkum í almenningsrými.