7. maí 2022

Útil­ista­verkið Himinglæva vígt á Hörpu­torgi.

Verk eftir Elínu Hansdóttur.

Útlistaverkið Himinglæva var vígt formlega laugardaginn 7. maí við hátíðlega athöfn á Hörputorgi. Tríó Hauks Gröndal spilaði ljúfa tóna og tóku Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og listakonan Elín Hansdóttir til máls.

Val á listaverki á Hörputorg á sér langan aðdraganda og er hluti af endurvakinni vinnu sem fram fór í hönnunarferli svæðisins umhverfis Hörpu áður en eiginleg bygging hússins hófs. Samkvæmt tillögu frá Listasafni Reykjavíkur varð listaverkið Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur fyrir valinu og er verkið gjöf ríkis og borgar til Hörpu Í tilefni af 10 ára afmæli hússins. Verkinu var valinn staður við enda Reykjastrætis þar sem það blasir við þegar komið er að Hörpu en einnig þegar farið er eftir Sæbraut.

Form verksins er margslungið og er sótt til kenninga um myndgerða hljóðbylgju. Verkið er eins konar hljóðfæri og má segja að vindurinn „spili“ á skúlptúrinn og hafi þannig vísan til tónlistar og hæfir því vel fyrir utan Hörpu. Titillinn Himinglæva er sóttur í Norræna goðafræði en Himinglæva er ein af níu dætrum sjávarguðsins Ægis og konu hans Ránar.

Um listamanninn

Elín Hansdóttir er einn af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar hún lærði við Listaháskóla Íslands, 1999-2003 og KHB-Weissensee í Berlín þar sem hún lauk MA gráðu árið 2006. Hún hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis og  meðal einkasýninga hennar eru  Annarsstaðar í Ásmundarsal (2020), Simulacra í i8 Gallery (2016) og Uppbrot í Ásmundarsafni (2016 ásamt Ásmundi Sveinssyni). Meðal samsýninga mánefna Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi (2021),Glass and Concrete í Marta Herford (2020) og Latent Shadow íHarbinger (2020). Árið 2007 var Elín valin til þátttöku í Frieze Projects í London. Hún hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur síðar sama ár. 

Nánar um verkið

Himinglæva—a stainless-steel sculpture designed to produce sonic overtones as the wind travels through it—is an Aeolian harp based on a Lissajous figure, representing the shape of light beams reflected through vibrating tuning forks. The sculpture produces diverse sounds based on the force of the wind traveling through it, thereby directing the viewer’s attention to natural phenomena like the air around them. In Norse mythology, sailors who sensed the power of the wind and waves around them assumed that the mythical figure Himinglæva (meaning transparent, shining, and small wave) was embodying the water and propelling their vessels across the ocean. Alluding metaphorically to this legend, the harp is designed to attune the viewer to the natural forces around them through aesthetic means. Hansdóttir’s works often leverage visual distortions to heighten the viewer’s awareness of their own presence in relation to the artwork. Expanding on this idea, Hansdóttir plays with sonic distortions (produced by arbitrary weather conditions) to explore the sculpture's capacity to filter the natural environment and channel the viewer's attention towards it. In prompting viewers to "listen" to the land and contemplate their situatedness with their natural surroundings, the sculpture emphasizes the reciprocal relationship between people and nature.

Fréttir