Græn stefna

Í nóvember 2015 undirritaði forstjóri Hörpu yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar í loftlagsmálum sem var kynnt á Parísarráðstefnunni um loftlagsmál í desember sama ár. Harpa hefur markað stefnu sína í loftlagsmálum fram til ársins 2030.

Endurnýtanleg orka

 • Nánast öll orka sem íslensk heimili og fyrirtæki nota er frá hreinum, endurnýjanlegum jarðhita- eða vatnsorkugjöfum.
 • Harpa er tengd við íslenska raforkukerfið sem hefur eitt hæsta hlutfall nýtanlegs tíma í heiminum.
 • Loftræsting í sölum er stillt eftir nýtingu hverju sinni til að tryggja að engin orka fari til spillis.
 • Smærri rými eru með skynjara til að hámarka nýtingu orku hverju sinni.
 • Allar hliðar Hörpu er úr gleri sem dregur verulega úr kostnaði við lýsingu.
 • Hiti frá sölum er endurnýttur með því að streyma honum áfram í framhús til að hita opin almenningsrými.
 • Árið 2021 var lokið við að LED-væða ljós í öllum sölum og almenningsrými Hörpu.

Endurvinnsla

 • Allt sorp í Hörpu er flokkað og endurvinnanlegt sorp sent í endurvinnslu. 
 • Flokkað er í 23 flokka og skipulega unnið að því að sorp skili sér í rétta flokka.  
 • Gestir eru markvisst hvattir til að flokka sorp og skilja ekkert eftir.
 • Skipulega er unnið að því að allt útgefið efni sé á rafrænu formi í stað pappírsútgáfu.
 • Allar einnota matarumbúðir eru endurvinnanlegar.
 • Harpa afþakkar allan fjöldapóst.
 • Harpa gerir árlega greiningu á úrgangsmyndun og setur markmið um hve mikið skal draga úr myndun úrgangs ár frá ári.

Einstök vatnsgæði

 • Vatnið sem notað er í Hörpu er frá drykkjarvatnslindum í nágrenni Reykjavíkur. Þetta vatn er einstakt að gæðum og þarfnast engrar meðhöndlunar áður en því er dreift til neytenda.
 • Heitt vatn frá Hörpu er endurnýtt í snjóbræðslu og tjarnir fyrir utan húsið.

Viðhald og þrif

 • Öll hreinsiefni sem notuð eru í Hörpu eru með Svansmerkinu sem er þekkt og virt umhverfis­vottunarmerki á Norðurlöndunum.
 • Harpa kaupir einungis umhverfisvottaðan salernispappír og handþurrkur.
 • Almennum tunnum hefur markvisst verið fækkað sem og plastpokum og svartir ruslapokar eru ekki notaðir lengur í húsinu.

Meðferð matvæla og drykkja

 • Veisluþjónusta Hörpu skiptir aðeins við birgja sem stunda vistvæna viðskiptahætti og notar ferskt, íslenskt hráefni eins og kostur er.
 • Veitingaraðilar í Hörpu leggja áherslu á að nota margnota borðbúnað.
 • Allar umframbirgðir af matvælum eru gefnar til góðgerðarsamtaka.

Innkaup

 • Harpa skiptir eins og kostur er við umhverfisvottaða birgja.
 • Harpa fer fram á að birgjar upplýsi félagið reglulega um þær umhverfisvottuðu og/eða vistvænu vörur og þjónustu sem þeir bjóða upp á hverju sinni.
 • Harpa leggur áherslu á að lágmarka umbúðir og að vörusendingar til Hörpu séu í pappaumbúðum og endurnýttar ef kostur er.

Kolefnisjöfnun

 • Harpa kolefnisjafnar flug allra starfsmanna og gesta á vegum Hörpu.
 • Harpa hefur sett sér Umhverfis- og loftlagsstefnu. Stefnuna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.
 • Frá árinu 2020 hefur Harpa tekið þátt í tveimur verkefnum til að sem tengjast því að kolefnisjafna starfsemi sína; Kolvið og Votlendissjóð.

Markmið fyrir árið 2030

 • Hlutfall endurvinnanlegs úrgangs verði 75%.
 • Hlutdeild vistvænni ferðamáta til og frá vinnu verði 30%.
 • Kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda sem ekki er hægt að koma í veg fyrir.

Græn skref

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og efla umhverfisvitund starfsmanna. Harpa vinnur markvisst að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og hefur nú þegar lokið fjórum af fimm Grænu skrefum og vinnur ötullega að því að stíga það fimmta og síðasta.

Græn skref Umhverfisstofnunar