Hörpu­strengir

Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. var stofnað í desember 2013. Félagið hefur þann tilgang að standa fyrir völdum viðburðum sem marka spor í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og myndu ekki verða að veruleika án aðkomu félagsins.

Viðburðir eru oftast unnir með völdum samstarfsaðilum. Félagið gætir þess að standa ekki í beinni samkeppni við viðburðahaldara og fasta notendur hússins.

Hörpustrengir hafa staðið fyrir fjölda ólíkra viðburða, sem dæmi má nefna:

 • Hnotubrjótinn í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands
 • London Philharmonic Orchestra
 • Reykjavik Midsummer Music
 • Heimspíanistann Philip Glass
 • Jazzleikarann Wynton Marsalis í samstarfi við Jazzhátíð
 • San Francisco ballettinn: Hátindar á ferli Helga
 • Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
 • Svanavatnið í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands
 • Academy of St Martin in the Fields og Joshua Bell
 • Budapest Festival Orchestra
 • Þyrnirós í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands