Íbúar Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 70 ár. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Íslenska óperan

Íslenska óperan hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur. Hún setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar, bæði hefðbundnar og frumsamdar. Þúsundir landsmanna koma á viðburði Óperunnar árlega og alþjóðlegur sýnileiki stofnunarinnar hefur aukist mjög á síðustu árum.

Stórsveit Reykjavíkur

Stórsveit Reykjavíkur hefur alla tíð leitast við að hafa verkefnaval sitt fjölbreytt. Auk nýrrar tónlistar, bæði innlendrar og erlendrar, hefur hljómsveitin flutt sögulegar efnisskrár tengdar einstökum höfundum og hljómsveitum. Hún hefur einnig átt mikið og farsælt samstarf við fjölmarga íslenska söngvara úr heimi popptónlistarinnar.

Maxímús músíkús

Maxímús Músíkús er án efa frægasta tónlistarmús Íslands og þó víðar væri leitað, en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og hafa farið sigurför um heiminn.