Fyrirlestur
Verð
14.500 kr
Næsti viðburður
mánudagur 2. júní - 19:30
Salur
Silfurberg
Verið velkomin á kvöldstund í Hörpu með prófessornum dr. Gad Saad. Dr. Saad, sem er með doktorsgráðu frá Cornell-háskóla, hefur á einstökum ferli sínum rannsakað þróunarlegar skýringar mannlegrar hegðunar, þ.m.t. neytendahegðunar. Hann er gestaprófessor við Northwood háskóla í Midland, Michigan, fyrir skólaárið 2024-25, á meðan hann er í leyfi frá stöðu sinni við Concordia háskóla í Montreal, Kanada.
Í rannsóknum sínum fer dr. Saad ítarlega ofan í saumana á þeim líffræðilegu þáttum sem móta mannlegar athafnir og samfélagslega strauma. Í bókinni The Parasitic Mind og fjölda ritrýndra greina hefur hann greint flókin viðfangsefni af skarpskyggni með vel rökstuddri sýn sem byggir á sönnunargögnum.
Með hæfileika sínum til að einfalda flókin hugtök og setja fram aðgengilegar hugmyndir hefur hann orðið sannfærandi rödd sem hljómar langt út fyrir kennslustofuna. Þessi viðburður í Hörpu veitir einstakt tækifæri til þess að kynnast fræðimanni sem skilur eftir sig djúp spor með sinni skýru hugsun.
Það sem gerir þetta tækifæri enn eftirsóknarverðara er vaxandi áhrif dr. Saad á alþjóðavettvangi. Hann hefur orðið áberandi persóna með þátttöku í þekktum hlaðvörpum og umræðuþáttum, meðal annars með Joe Rogan, Elon Musk og öðrum áhrifamiklum hugsuðum. Hans eigin vettvangur, The Saad Truth hlaðvarpið, hefur laðað að sér fjölbreyttan áheyrendahóp, sem hrifist hefur að hreinskilni hans og dýpt, þar sem hann hefur varpað nýju ljósi á mörg mikilvægustu málefni samtímans. Dr. Saad verður sífellt öflugri áhrifavaldur, jafnt í fræðaheiminum sem á opinberum vettvangi, sem gerir þetta kvöld í Hörpu að einstöku tækifæri.
Viðburðahaldari
Gunnlaugur Jónsson
Miðaverð er sem hér segir
A
14.500 kr.
Dagskrá
Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.
Næstu viðburðir í Silfurbergi