Heiðurstónleikar, Kántrítónlist, Rokk og popp, Tónlist
Verð
5.990 - 14.990 kr
Næsti viðburður
föstudagur 26. september - 20:00
Salur
Eldborg
Eftir vel heppnaða tónleika Emilio Santoro sem Elvis í september sl. og Xenna sem Taylor Swift í mars sl heldur Jamboree Entertainment áfram að koma með framúrskarandi alþjóðleg skemmtiatriði til íslenskra áhorfenda.
Næst koma til Reykjavíkur tónleikar sem allir unnendur kántrýtónlistar hafa beðið eftir. A Country Night in Nashville kemur í fyrsta skipti til Íslands og heldur tónleika í Eldborg í Hörpu aðeins eitt kvöld þann 26. september nk. og munu ásamt Mania: The ABBA Tribute á laugardagskvöldinu 27. september sjá til þess að helgin verði full af gleði.
A Country Night in Nashvillekemur beint frá Royal Albert Hall í London og metsölu tónleikaferðalagi í Bretlandi. Ein heitasta kántrý hljómsveit heims í dag, Dominic Halpin and the Hurricane mun flytja mörg af frægustu lögum stærstu kántrí stjarnanna bæði lifandi og liðinna.
Dominic Halpin er einstaklega sjarmerandi söngvari og mætir í Hörpu ásamt hæfileikaríkri hljómsveit sinni sem munu endurskapa honky-tonk stemmninguna í Nashville og munu fanga orkuna og andrúmsloftið í heimabæ kántrítónlistarinnar.
Dominic er breskur söngvari og gítarleikari sem hefur öðlast alþjóðlega frægð og spilað og sungið með stjörnum á borð við Sir Cliff Richard, Tony Bennett og Emeli Sandé auk þess að hafa samið lög fyrir Hollywood kvikmyndir og sjónvarp. Þá hefur hann einnig hljóðritað plötu með fyrrum trommara Elvis Presley. Auk Dominic eru í hljómsveitinni þau Shelly Quarmby (söngur), Donna Marie (söngur/ hljómborð), Ben Wiltshire (bassi), James Walker (trommur) og Matt Wells (gítar / banjó).
Verið viðbúin að umbreytast á tónlistarferðalagi sem spannar nokkra áratugi með léttleika og hjartnæmum söng og hljóðfæraleik með lögum Johnny Cash, Dolly Parton, Willie Nelson, Patsy Cline, The Chicks, Shania Twain og Lady A svo nokkrir séu nefndir.
Kántrítónlist hefur verið á mikilli uppleið aftur í vinsældum á síðustu árum þar sem tónlistarfólk eins og The Shires, Taylor Swift, Lady Antebellum (Lady A) og Beyonce hafa öll komið með sitt innlegg og stíl og kynnt kántrítónlist fyrir risastórum, nýjum og ungum aðdáendahópi.
Á dagskrá tónleikanna A Country Night in Nashville eru áhrifamiklir smellir frá mörgum stjörnum en þar má nefna Ring of Fire, Crazy, Follow Your Arrow, It's Five o'Clock Somewhere, Need You Now, Nine to Five, The Gambler og margir fleiri. Þessi ótrúlega veisla af kántrítónlist er mögnuð upplifun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Viðburðahaldari
Jamboree Entertainment
Miðaverð er sem hér segir
A
13.990 kr.
B
11.990 kr.
C
9.990 kr.
D
7.990 kr.
E
5.990 kr.
X
14.990 kr.
Dagskrá
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.
Næstu viðburðir í Eldborg