Rokk og popp, Tónlist
Verð
3.500 kr
Næsti viðburður
mánudagur 26. maí - 19:30
Salur
Silfurberg
"Saman ferðumst við hina fyrirfram ákveðnu leið plánetunnar okkar, á leifturhraða, gegnum geiminn. Á sporbraut, umkringd hringrásarmynstrum í náttúrunni sem og í lífsmynstri mannfólksins, fetum við hvert um sig, okkar eigin veg."
Árlegir tónleikar Kordu Samfóníu hafa skapað sér sess sem ómissandi viðburður í dagatali íslensku tónlistarsenunnar. Þessi óvenjulegasta hljómsveit landsins telur yfir þrjátíu meðlimi og kemur tónlistarunnendum endalaust á óvart með sínum fágaða flutningi og öflugu tónsmíðum sem snerta á mismunandi tónlistarstefnum, frá klassískum orchestral hljómheimi yfir í harðasta rokk. Korda Samfónía var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir debut tónleikana sína 2022 og fékk hvatningarverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 fyrir að nýta tónlist og miðla henni á skapandi máta til að efla fólk til frekari virkni í samfélaginu.
Tónlist Kordu Samfóníu er áhrifarík og kraftmikil, samin af hljómsveitarmeðlimum í sameiningu, en hljómsveitarmeðlimir eru nemendur Listaháskóla Íslands og fólk á mismunandi stöðum í endurhæfingu eftir lífsbreytandi áföll og heilsubrest.
Korda einkennist af jafnrétti, vingjarnlegu, stuðningsríku og skapandi andrúmslofti þar sem fólk vinnur saman, skapar, lærir, styrkist og vex.
Korda er samstarfsverkefni MetamorPhonics, Listaháskóla Íslands, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, Hörpu og starfsendurhæfingamiðstöðva víðs vegar um landið. Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneyti, Félags- og vinnumálaráðuneyti, Mennta- og barnamálaráðuneyti og Menningar- og atvinnumálaráðuneytum Íslands ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Tónlistarsjóði.
Við þökkum stuðningsaðilum hjartanlega fyrir þeirra auðsýndu sannfæringu um að listir séu mikilvægur liður í endurhæfingu, til virkni og inngildingu í samfélaginu.
Listrænn stjórnandi er Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths.
Viðburðahaldari
Korda Samfónía
Miðaverð er sem hér segir
A
3.500 kr.
Dagskrá
Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.
Næstu viðburðir í Silfurbergi