Upprásin

a collage of purple and black photos of people 's faces .

Tónleikaröð tileinkuð grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.

Upprásin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni.

Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Upprásin fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði yfir veturinn og er miðaverði haldið í lágmarki til að auka aðgengi.

Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Landsbankanum og Rás 2, stendur fyrir tónleikaröðinni.