Hátíðir, Tónleikar
Verð
4.200 - 5.900 kr
Næsti viðburður
mánudagur 14. apríl - 17:00
Salur
Norðurljós
Á 10 ára afmælistónleikum Barokkbandsins Brákar varpar hljómsveitin ljósi á líflegt samspil ítalskra og franskra barokkverka.. Á opnunartónleikum hátíðarinnar flytur Brák verk eftir Locatelli, Castrucci, Leclair og Vivaldi þar sem vel má heyra má hve snjöll og tjáningarrík strengjatónlist 18. aldar er, bæði í sameiginlegum áhrifum og persónulegri rödd hvers tónskálds.
Leikhúsforleikur eftir Pietro Locatelli setur tóninn með dramatískum blæ og lýrískri fágun. Áfram heldur ítölsk hefð með Concerto Grosso eftir Francesco Castrucci, nemanda Corellis, þar sem hann sameinar rómverskan glæsileika eigin hugvitssemi.
Franskur blær kemur með tríó sónötu og fiðlukonsert eftir Jean-Marie Leclair þar sem hann blandar saman franskri fágun og ítölskum fiðlu bravúr. Strengjakonsert (RV 158) eftir Antonio Vivaldi einkennist af líflegum hrynjanda og kraftmiklum andstæðum sem eru lýsandi fyrir hin Feneysku meistaraverk hans.
Efnisskránni lýkur á öðru Concerto Grosso eftir Locatelli, sem sýnir nýstárlega notkun hans á hljómsveitinni og tæknilega krefjandi einleiksköflum.
Lengd tónleika ca. 70 mín. án hlés.
Viðburðahaldari
Reykjavík Early Music Festival
Miðaverð er sem hér segir
A
4.200 kr.
A
5.900 kr.
A
4.200 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum