The En­vir­on­ment

Harpa hefur sett sér markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfis– og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Harpa tekur þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Árlega eru haldnir hátt í 1400 viðburðir í Hörpu og er gestafjöldinn sem sækir húsið heim 1,2 milljónir. Miðað við umfang starfseminnar og fjölda viðskiptavina getur Harpa haft veruleg áhrif til að auka sjálfbærni í viðburðahaldi á Íslandi og er staðráðin í að vera leiðandi á því sviði.

Harpa leggur áherslu á að vera öðrum til fyrirmyndar um ábyrga viðskiptahætti sem leggja áherslu á efnahagslífið, samfélagið og umhverfið. Umhverfis- og loftslagsmál eru ofarlega á verkefnalista Hörpu og tryggt er að ávallt sé unnið taktfast að markmiðum. Fylgst er með þeim umhverfisáhrifum sem hljótast af daglegri starfsemi Hörpu og reynt er að lágmarka neikvæðu áhrifin. Ljóst er að rafmagn og sorp eru þeir þættir sem hafa helstu neikvæðu áhrifin og er leitast nýrra leiða til að lágmarka þau ár hvert.

Græna vegferðin hófst árið 2015 þegar Harpa varð aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Þá var lagt áhersla á að auka þekkingu starfsmanna á umhverfis- og loftlagsmálum. Eftir það varð Harpa partur af Grænum skrefum á vegum Umhverfisstofnunar árið 2020. Með þátttöku Hörpu í því verkefni var komið inn öflugt innleiðingartæki til að efla umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni. Harpa gaf út loftslags- og umhverfisstefnu árið 2021.

Árið 2022 hlaut Harpa Svansvottun fyrir ráðstefnurýmin sín. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggir á óháðri vottun og viðmiðum sem staðfestir strangar umhverfis- og gæðakröfur starfseminnar.

Harpa er stolt af sinni sjálfbærnivegferð og sjást áherslurnar á umhverfis- og loftslagsmálum í sífellt meiri mæli til viðskiptavina, gesta og starfsfólks.

Umhverfis- og loftslagsstefna Hörpu

Umhverfisráð Hörpu

Stýrihópur um sjálfbærni, umhverfisráð, hefur starfað í rúm þrjú ár og unnið ötullega að því að gera umbætur hvað varðar sjálfbærni, setja markmið og hrinda af stað aðgerðaáætlun. Reglulegir fundir eru hjá umhverfisráði þar sem árangur er metinn, hvað má betur fara, forgangsröðun og markmið eru yfirfarin, svo eitthvað sé nefnt. Áhersla er lögð á að fræða starfsfólk með reglulegum kynningum á starfsmannafundum og gott samstarf er við íbúa og rekstraraðila í húsinu um fræðslu og hvatningu í tengslum við sjálfbærni. Auk þess sér umhverfisráðið, í samráði við markaðsstjóra félagsins, að upplýsa bæði starfsfólk og gesti hússins um þá áfanga sem náðst hafa.

Harpa gerði samning við Klappir árið 2016 og upplýsingar frá umhverfisstjórnunarkerfi þeirra koma fram í Sjálfbærnisskýrslu Hörpu.  

Harpa hefur skilað inn Grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar síðan 2018. Þar koma m.a. fram upplýsingar um  hvernig innkaupum á allri rekstrarvöru og þjónustu hefur verið háttað yfir árið. Harpa hefur með þessu getað sett sér mælanleg markmið um hagræðingar og dregið úr losun.  

Harpa er í markvissu alþjóðasamstarfi um sjálfbærni með helstu tónleikahúsum í Evrópu   

Kolefnisjöfnun frá 2020 - 2023

Harpa er upplýst um mikilvægi þess að sporna gegn loftlagsbreytingum með því að draga fyrst og fremst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Harpa hefur kolefnisjafnað losun í starfseminni á GHL fyrir árin 2020-2023 í tveimur verkefnum sem eru aðilar að alþjóðasamtökum seljenda kolefnisvottorða (International Carbon Reduction and Offset Alliance (ICROA).

Vottaðar kolefniseiningar Ripple

Vottaðar kolefniseiningar Okhla

Uppbygging á umhverfisvænni eldunaraðstöðu í Malawi

Harpa hefur kolefnisjafnað losun af sorpi, flugi og samgöngum frá árinu 2020 í gegnum verkefnið Improved Cook Stove Project 2, Nkhata Bay District, Malawi hjá Sameinuðu þjóðunum. Keyptar voru kolefniseiningar til mótvægis við þá losun sem var á beinni ábyrgð Hörpu (umfang 3) vegna úrgangs, viðskiptaferðir og samgöngur starfsmanna til og frá vinnu. Verkefnið er rekið af RIPPLE Africa, breskri góðgerðarstofnun sem hefur starfað í Malaví síðan 2003 og gengur út á að dreifa sérhæfðum eldavélum til heimila í Nkhata Bay District í Malaví. Um það bil 22.000 heimili hafa þegar fengið eldvélar og eru yfir 200.000 manns farnir að njóta góðs af þeim. Er þá átt við bæði umhverfis- og heilsubætur þar sem eldavélarnar notast ekki við við eins og þær hefðbundu. Dregið hefur úr eyðingu skóga og öndunarfærasjúkdómum, brunasárum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þessu til viðbótar öðlast hver einasta kona sem hundruðir klukkustunda á hverju ári í aukinn frítíma þar sem mun styttri tíma tekur að elda með nýju eldavélunum. Þeim tíma er hægt að vera frekar í að stofna fyrirtæki, hitta vini eða fara aftur í skóla. Stuðningur við verkefnið fellur vel að heimsmarkmiði 3 - Heilsa og vellíðan sem Harpa fylgir í innleiðingu á sjálfbærniáherslum í starfseminni.

Uppbygging á jarðgerðarstöð í Delhi

Okhla jarðgerðarstöðin er hluti af úrgangsstjórnunarkerfi Delhi. Jarðgerðarstöðin vinnur daglega yfir um 200 tonn af úrgangi frá urðunarstöðum í Dehli. Verksmiðjan breytir úrgangi í moltu. Moltan sem er framleidd er notuð af bændum í nærsamfélaginu til að auðga jarðveginn og draga þannig úr áhrifum efnaáburða. Frá því á árinu 2007 hefur starfsemin verið vottuð og fengið fjármagn til uppbyggingar í tengslum við kolefnisjöfnun fyrirtækja. Markmið moltuframleiðslunnar er að draga úr mengun í Dehli og koma í veg fyrir brennslu á úrgangi jafnframt er markmiðið að efla umhverfisvernd og bæta heilsufar íbúa.

Carbon sequestration from waste, aviation and transport 2020-2023

2020

2021

2022

2023

Vatnsnotkun

Á undanförnum árum hefur náðst umtalsverður sparnaður í nýtni vatnsorku í Hörpu. Frá árinu 2019 hefur vatnsnotkun minnkað um tæplega 40%. Heildarvatnsnotkun jókst um tæplega 6% milli áranna 2022 og 2023.

Hot Water usage 2019-2023

Cold Water usage 2019-2023

Orkunotkun

Á undanförnum árum hefur náðst umtalsverður orkusparnaður í Hörpu. Þessa lækkun má m.a. rekja til þess að 70% af öllum ljósum í Hörpu hafa verið LED vædd. Harpa mun halda þessari vegferð áfram um komandi ár.

Frá árinu 2022 hafa grænar samgöngur við Hörpu fengið aukið vægi. Settar voru upp 13 rafbílahleðslustöðvar. Þessi þróun er í takt við þróun orkuskipta í landinu og aukinni vitund landsmanna á umhverfismálum. Rafhleðslustöðvarnar þjóna viðskiptavinum, starfsmönnum og gestum en ekki síður miðbænum. Þannig styður Harpa við græna vegferð sína.

Notkun rekstaraðila Hörpu var 9,6% af heildarrafmagnsnotkun hússins eða 265.602 kWst.

Total Energy consumption of operations

Electricity consumption

Pappírsnotkun

Tekið var upp rafrænt bókhald í ársbyrjun 2022 og eru nú allir útsendir reikningar á rafrænu formi. Við þessar breytingu minnkaði pappír um 125 kg á milli árana 2021 og 2022. Prenturum á skrifstofum hefur fækkað um helming til að vekja starfsfólk til umhugsunar hvort nauðsynlegt væri að prenta.

Á viðburðum á vegum Hörpu þá fá gestir sendan tölvupóst til sín tveimur dögum fyrir sýningu með efnisskrá viðburðarins. Þegar gestir mæta í Hörpu sjá þeir standa með Qr- kóðum af efnisskránni. Með þessu er verið að sporna gegn pappírsnotkun og einn áfanginn af pappírslausri vegferð Hörpu.

Dæmi um efnisskrá

Harpa hefur tekið í notkun stafræna lausn á samningum hjá sölu- og markaðssviði. Fundargerðir hjá stjórn Hörpu er undirritaðar rafrænt. Harpa er að stiga stíga sín fyrstu skref að láta starfsmenn skrifa undir rafrænt þar sem við á.

Paper usage 2023

Flokkun og endurvinnsla

Harpa flokkar sorp í 23 flokka í góðu samstarfi við Terra umhverfisþjónustu. Gestum og starfsfólki hússins býðst að flokka í allt frá 3 upp í 5 flokka tunnur allt eftir stærð rýmis sem það starfar í. Ráðstefnugestir fá alltaf 5 flokka tunnur þar sem þeim er oftast nær  boðið upp á veitingar. Fjöldi ruslatunna hefur verið fjarlægðar úr almenningsrýmum á jarðhæð og á torginu fyrir utan Hörpu með það að markmiði að gera gesti Hörpu ábyrgari fyrir rusli og til að minnka kolefnisfótspor í tengslum við heimsókn í Hörpu. 

Á árinu var sorpgeymslan stækkuð til að auðvelda aðgengi og bæta við körum. Aukin vitund hefur orðið hjá fólki að flokka og því þörf á stærra rými fyrir körin. Endurvinnsluhlutfall úrgangs fyrir 2023 var 45,6% miðað við 51,2% árið 2022. Von er til þess að bæta flokkun enn frekar árið 2024 með betri greiningu á því hvaða sorp er að fara í almennt og finna lausn til að minnka það enn frekar.

Sorting and recycling 2023

2019

2020

2021

2022

2023

Innkaupastefna

Markmið innkaupastefnu Hörpu er að við innkaup á vörum og þjónustu sé markvissum og skipulögðum vinnubrögðum beitt og farið að lögum og reglum um opinber innkaup. Gæta skal að vistvænum og sjálfbærum rekstri og stuðla að nýsköpun og nýta stafrænar innkaupaleiðir þegar því verður við komið. Innkaupastefna og tengdar verklagsreglur skulu stuðla að heilbrigðri samkeppni og koma í veg fyrir ómálefnalega mismunun.

Lögð áhersla á að huga ávallt að vistvænum/sjálfbærum innkaupum þegar því er við komið og að ástunda heiðarleg viðskipti, þar sem jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni eru höfð að leiðarljósi.  

Birgjar félagsins fá bréf er tiltekur umhverfisviðmið Hörpu og hvetur til ábyrgra og vistvænna innkaupa. Þar er jafnframt óskað eftir upplýsingum um þær umhverfisvottuðu og/eða vistvænu vörur og þjónustu sem þeir bjóða upp á. Einnig eru birgjar beðnir um að  lágmarka umbúðir og ef mögulegt er að taka þær til baka og nota aftur.  

Innkaupastefna Hörpu

Þrif

Harpa leggur upp úr því að velja birgja og þjónustuaðila sem uppfylla umhverfissjónarmið. Þjónustufyrirtækið Dagar var valið um að sjá um ræstingu í húsinu. Dagar eru með ISO 14001 sem er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi. Í því felst að innkaup eru vistvæn, notuð eru umhverfisvottuð efni, úrgangur lágmarkaður og endurvinnsla aukin. Öll hreinsiefni sem notuð eru í Hörpu eru með Svansmerkinu sem er þekkt og virt umhverfis­vottunarmerki á Norðurlöndunum. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Gestir og starfsfólk getur því verið viss um að það sé ekki í umhverfi sem er ræst með efni sem eru þekkt hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Á almenningssalernum hefur handþurrkum verið skipt út fyrir handblásara til að sporna við pappírssóun. Harpa kaupir einungis umhverfisvottaðan salernispappír og handþurrkur.

Vottanir

Rík áhersla var lögð á áframhaldandi vinnu við innleiðingu Grænna skrefa í opinberum rekstri og að halda Grænt bókhald. Árið 2022 uppfyllti Harpa öll 5 græn skref Umhverfisstofnunar á Íslandi sem eru lykillinn að vistvænum opinberum rekstri. Aukin áhersla á sjálfbærni í starfseminni skilaði Hörpu Svansvottun á ráðstefnuaðstöðu sem styrkir samkeppnishæfni hússins í alþjóðlegu samhengi. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggir á óháðri vottun og viðmiðum sem staðfestir strangar umhverfis- og gæðakröfur starfseminnar. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins með hag komandi kynslóða að leiðarljósi og bjóða neytendum val um umhverfisvæna kosti.