Res­id­ents

Harpa is home to the Iceland Symphony Orchestra, the Icelandic Opera, Reykjavík's Big Band and Maximus Musicus.

Iceland Symphony Orchestra

Sinfóníuhljómsveit Íslands tók á móti rúmlega 70.000 gestum á 81 fjölbreyttum og litríkum tónleikum í Hörpu á árinu. Meðal hápunkta má nefna tónleika kanadísku sópransöngkonunnar og hljómsveitarstjórans Barböru Hannigan, sem bæði söng og stjórnaði verkum Mahlers, Haydns og hinnar írönsku Golfam Khayam í júní, glæsilega tónleika helgaða verkum Önnu Þorvaldsdóttur í september þar sem Eva Ollikainen aðalhljómsveitarstjóri hélt um tónsprotann og ástríðufullan flutning hljómsveitarinnar á Rómeó og Júlíu Prókofíevs undir stjórn Stéphans Denéve í október. Meðal fjölmargra einleikara sem hrifu tónleikagesti með sér á árinu má nefna sellóleikarann Kian Soltani, píanóleikarann Sunwook Kim og söngkonuna Anu Komsi, fiðluleikarana Isabelle Faust og Augustins Hadelich, auk staðarlistamanns SÍ á síðasta starfsári, Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara. Tónleikar Ásgeirs Trausta og Sinfó og koma breska sönghópsins King’s Singers á aðventunni hittu í mark hjá mörgum tónleikagestum – og þeir yngstu tóku andköf af hrifningu þegar tröllin lifnuðu við í flutningi hljómsveitarinnar á Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðna Franzson við ævintýri Guðrúnar Helgadóttur, á tónleikum Litla tónsprotans.

The Icelandic Opera

The Icelandic Opera premiered the opera Madama Butterfly by Puccini in Eldborg in March 2023 and performed it for five sold out halls receiving 5 star reveiws in Iceland and internationally. The Opera is one of the most popular operas in the world and is also considered one of the most beautiful ones. The update sparked important discussions about cultural differences and their different manifestations in the arts.

The Reykjavik Big Band

Stórsveit Reykjavíkur heldur úti reglulegum tónleikum á hverjum vetri. Starfsemi þeirra blómstrar í Hörpu og sómir Stórsveitin sér vel á glæsilegum og stjörnum prýddum tónleikum í Eldborg sem og í minni sölum hússins. Á árinu hélt Stórsveitin fjölbreytta tónleika og fékk m.a. til liðs við sig tónlistarmenn úr framvarðasveit íslenskrar popptónlistar; GDRN, Friðrik Dór og Moses Hightower. Árlegir nýárstónleikar, Gullöld sveiflunnar, sem helgaðir eru swingtímabilinu voru í janúar, jólatónleikar með Sölku Sól og stórsveitamaraþon þar sem öllum stórsveitum landsins, ungum sem öldnum, nemendum sem atvinnumönnum, er boðin þátttaka.

Maximus Musicus

Maximus Musikus is without doubt the most famous musical mouse in Iceland. The books about him have enjoyed tremendous popularity with Icelandic children and are now becoming available around the world.