Audit Committee
Stjórn Hörpu skipar á fyrsta fundi sínum að loknum aðalfundi ár hvert þrjá einstaklinga í endurskoðunarnefnd. Í nefndinni sitja nú einn aðili óháður félaginu og tveir fulltrúar stjórnar. Aðalhlutverk endurskoðunarnefndar er mat á eftirlitsumhverfi félagsins, greining á virkni innri endurskoðunar, eftirlit með framkvæmd endurskoðunar, gerð tillögu um val á ytri endurskoðanda í samráði við Ríkisendurskoðun skv. 7. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreiknings, ásamt mati á óhæði endurskoðanda, mat á virkni áhættustefnu, áhættuvilja og áhættustýringu og tryggja fylgni við gildandi lög og reglur. Meðal annarra verkefna nefndarinnar er að yfirfara fjárhagsupplýsingar og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum og ytri endurskoðendum og að staðreyna að upplýsingar sem stjórnin fær um rekstur, stöðu og framtíðarhorfur félagsins séu áreiðanlegar og gefi sem gleggsta mynd af stöðu félagsins á hverjum tíma. Í nefndinni sitja Hjörleifur Pálsson formaður, Árni Geir Pálsson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir.
Program Board
Dagskrárráð hefur ráðgefandi hlutverk við val á verkefnum í dagskrárgerð Hörpu. Valið á að stuðla að gæðum og fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu og að húsið uppfylli sem best menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sitt miðað við þann stakk sem því er sniðinn. Áherslur dagskrárstefnu Hörpu eru; Barnamenning og fjölskylduvæn dagskrá, Borgartorg sem hattur yfir viðburði í opnum rýmum og Hörputorgi, fjölbreytni og bætt aðgengi fyrir grasrót og ungt tónlistarfólk og fyrsta flokks alþjóðlegir viðburðir á vegum Hörpustrengja. Í ráðinu sitja Guðni Tómasson formaður, Ásmundur Jónsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Sóley Stefánsdóttir.
Viðburðir á árinu
Heimssviðið
Dagskrárgerð á vegum Hörpu var yfirgripsmikil með ríkri áherslu á fjölbreytta, fría og aðgengilega viðburði fyrir fjölskyldur og bætt aðgengi fyrir grasrót í Íslensku tónlistarlífi. Á árinu stóð dagskrárráð fyrir tveimur alþjóðlegum viðburðum, annars vegar hinni sívinsælu ballettsýningu Hnotubrjóturinn með Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu og Sinfóníuhljómsveit Íslands og hins vegar stórtónleikum í Eldborg með hinum heimsþekkta fiðluleikara Anne-Sophie Mutter og hljómsveit hennar The Mutter Virtuosi.
Anne-Sophie Mutter and the Mutter Virtuosi
The Nut Cracker with Kyiv Grand Ballet and Iceland Symphony Orchestra
Borgartorg
Að vanda bauð Harpa landsmönnum heim á Menningarnótt með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á 35 mismunandi viðburði yfir daginn, sem dæmi má nefna:
- Grasrót íslensks tónlistarlífs
- Söng og dans
- Sirkus
- Jazz, klassíska tónlist og harmonikkuball
- Bátasmíði
- Geimveruglaðning
- Tónlistarsmiðjur fyrir börn og
- Lúðrasveitarbardaga
Dagskránni lauk með samsöng þúsunda gesta af öllum hæðum í alrými Hörpu undir stjórn Guðrúnar Árnýjar og má með sanni segja að Harpa hafa hljómað frábærlega. Yfir 14.000 gestir sóttu Hörpu heim sem er mesti fjöldi sem mælst hefur á Menningarnótt frá opnun.
Reykjavík Culture Night
Grasrót og ungt fólk
Tónlistarhúsið Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2, stóðu fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka fjölbreytni viðburðarhalds í Hörpu. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta reglulega við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar. Hin nýja tónlistarröð hlaut nafnið Upprásin og vorið 2023 var auglýst eftir þátttakendum. Alls bárust 137 umsóknir og voru 26 tónlistaratriði valin í tónleikaröðina fyrir veturinn 2023-24.
Upprásin - Grass Roots Concert Series 2023
Fjölskyldudagskrá
Fjölskyldudagskrá Hörpu blómstraði og voru haldir 44 viðburðir þar sem lögð var áhersla á þátttöku, upplifun, fræðslu, fjölbreytni, inngildingu og aðgengi við dagskrárgerðina. Fjölskyldudagskráin er aðgengileg öllum börnum og fjölskyldum; óháð fjárhag, uppruna, tungumáli eða heimili þeirra og eru allir viðburðirnir ókeypis.
Harpa´s Family Program